Stórskemmtileg hugmynd í Fossvogsprestakalli

15. nóvember 2022

Stórskemmtileg hugmynd í Fossvogsprestakalli

Gömul og ný sálmabók

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá var ný sálmabók íslensku Þjóðkirkjunnar tekin formlega í notkun sunnudaginn 13. nóvember s.l.

Útgáfan er þrekvirki sem mun glæða kirkjustarf Þjóðkirkjunnar og trúarlíf á Íslandi á komandi árum.

Söfnuðir kirkjunnar hafa flestir pantað sálmabókina og munu fjárfesta í hundruðum slíkra eintaka til notkunar í helgihaldi safnaðanna.

En sálmabókin kostar söfnuðina peninga og með ört lækkandi sóknagjöldum getur það reynst erfitt.

Því kom fólk í Fossvogsprestakalli með þá stórsnöllu hugmynd að gefa áhugasömu fólki kost á að létta undir kaupin með kirkjunni sinni.

Eintakið kostar kirkjuna í forsölu kr. 5.000 og með slíku framlagi eignast kirkjan hina nýju sálmabók.

En hugmyndin felur í sér kost fyrir þann sem gefur.

Að sögn prestanna og framkvæmdstjóra prestakallsins þá er það að sjálfsögðu gleðin yfir því að fá tækifæri til að styðja kirkjuna sína, en jafnframt fær gefandinn til eignar gömlu sálmabókina úr kirkjunni.

Einnig mun nafn gefandans verða ritað á lista með nöfnum allra þeirra styrktaraðila sem stóðu að fjármögnun kirkjunnar á sálmabókinni.


Í Fossvogsprestakalli eru tvær kirkjur, Bústaðakirkja og Grensáskirkja.

Framkvæmdin verður á þann hátt að viðkomandi kemur í kirkjuna sína í Fossvogsprestakalli, Grensáskirkju eða Bústaðakirkju þar sem tekið verður á móti fjárstuðningnum og einnig nafni þess sem skrá skal á listann yfir stuðningsaðila.

Þar verður gamla sálmabókin afhent gefandanum.

Tekið verður við fjárframlögum til verkefnisins til áramóta.


slg


  • Menning

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Kirkjustarf

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju mynd-Sr. Aldís Rut

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

25. nóv. 2022
......íhugun er mikilvæg í erli daganna
bjalla.jpg - mynd

64. kirkjuþingi framhaldið í dag

25. nóv. 2022
64. kirkjuþingi verður framhaldið í dag
Aðventukrans - mynd: hsh

Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

24. nóv. 2022
......fyrsti sunnudagur í aðventu og upphaf nýs kirkjuárs