Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

24. nóvember 2022

Mikilvæg helgi í kirkjum landsins

Aðventukrans - mynd: hsh

Fyrsti sunnudagur í aðventu er ár hvert mikilvægur í safnaðarstarfi kirkjunnar.

Þá hefst nýtt kirkjuár sem samanstendur af helgidögum ársins.

Á fyrsta sunnudegi í aðventu hefst líka formlega jólaundirbúningurinn þó eins og landsmenn vita er hann löngu hafinn hjá mörgum.

Víða má líta jólaljós í trjám og gluggum og jólalögin eru farin að hljóma í verslunum.

Um allt land er mikið um að vera í kirkjum landsins og best er fyrir fólk að skoða heimasíður kirknanna eða fésbókarsíður til að skoða hvað um er að vera í hverri sókn.

Undanfarin ár hafa aðventukvöld víða færst yfir til kl. 17:00 í stað kvöldsins.

Ástæða þess er væntanlega sú að oft eru það börn og ungingar sem halda uppi dagskrá aðventukvöldanna.

Gjarnan er valið ræðufólk sem alla jafna er ekki að tala í kirkjunum.

Leitað er bæði til stjórnmálafólks, fjölmiðlafólks og þekkts listafólks.

 

Á höfuðborgarsvæðinu er mikið um að vera.

Má þar helst nefna aðventukvöld og tónleika.

Eftirfarandi hefur fréttaritara kirkjan.is borist, en að sjálfsögðu er það sem hér er nefnt aðeins toppurinn á ísjakanum.

Eins og áður sagði er fólk hvatt til að skoða heimasíður kirknanna og fésbókarsíður.

Í Dómkirkjunni í Reykjavík verður aðventukvöld kl 20:00.

Þetta má sjá nánar á www.domkirkjan.is.

Í Bústaðakirkju er aðventuhátíð í tilefni af vígsluafmæli kirkjunnar: kl.17:00.

Í Háteigskirkju verður aðventuhátíð barnanna kl. 11:00.

Í Seltjarnarneskirkju mun Bubbi Morthens tala á aðventuhátíð kl. 17:00 og í Hallgrímskirkju verður Kantötuguðsþjónusta kl. 11.00.

Þar mun frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédika við upphaf jólasöfnunar Hjálparstarfsins.

Síðar um daginn, kl. 17.00, verða kórtónleikar.

Sjá nánar á hallgrimskirkja.is

Aðventuhátíð Guðríðarkirkju verður kl. 17:00.

Upplýsingar um hana má finna hér . 

Kyrrðarguðsþjónusta verður í Hjallakirkju á sama tíma. Sjá nánar hér  


Aðventukvöld er síðan í Fella- og Hólakirkju kl. 20:00. Sjá nánar hér


Aðventuhátíðir eru líka á landsbyggðinni og af nógu er að taka.

Hér eru aðeins nefnd tvö dæmi úr Vesturlandsprófastsdæmi:


í Akraneskirkju er sunnudagaskóli og í lok hans er börnunum boðið í aðventugarð í Safnaðarheimilinu Vinaminni þar sem aðventan er boðin velkomin með ljósi og tónlist.

Í Stafholtskirkju í Borgarfirði verður einnig aðventustund kl. 14:00.

slg
  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

Jóladagatalið Gefum gæðastund í skóinn.jpg - mynd

Samverustundir í skóinn

09. des. 2022
.........“sjáðu mig!“
Svalbarðskirkja flutt fyrir 50 árum -mynd akureyri.net

Kirkjur á ferð og flugi

08. des. 2022
..........50 ár frá flutningi Svalbarðskirkju
Sr. Ragnheiður, Margrét og sr. Gísli -mynd Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir

Mikilvægt að kirkjan þjóni Íslendingum erlendis

06. des. 2022
.......sr. Gísli Gunnarsson heimsækir söfnuðinn á Spáni