Martin Modéus settur í embætti erkibiskups

5. desember 2022

Martin Modéus settur í embætti erkibiskups

Biskup Íslands og erkibiskup Svía -mynd Magnea Sverrisdóttir

Martin Modéus biskup í Linköping var í gær settur í embætti erkibiskups Svía.

Hann er 71. erkibiskupinn í sænsku kirkjunni frá því erkibiskupsstóllinn var settur á fót í Uppsölum árið 1164.

Erkibiskupinn er æðsti maður sænsku kirkjunnar.

 

Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands var fulltrúi íslensku Þjóðkirkjunnar við innsetninguna, sem fram fór í Uppsaladómkirkju í gær annan sunnudag í aðventu.

Eins og sjá mátti á sjónvarpsútsendingu sænska sjónvarpsins var kirkjan þétt setin og fólk tók virkan þátt í sálmasöngnum.

Meðal boðsgesta voru sænsku konungshjónin og fulltrúar frá sænsku ríkisstjórninni.

Auk þess voru gestir frá ýmsum kirkjudeildum og öðrum trúarbrögðum, bæði sænskum og erlendum.

 

Það voru Karin Johannesson biskup í Uppsölum, Åke Bonnier biskup í Skara sem er elsta biskupssdæmi í Svíþjóð og Annica Anderbrant dómprófastur Uppsaladómkirkju sem settu hinn nýja erkibiskup í embætti.

Í innsetningarmessunni tók Martin Modéus við erkibiskupskrossinum og erkibiskupsstafnum, sem er tákn hirðishlutverks hans og var færður í erkibiskupskápu.

Athöfnin var öll hin hátíðlegasta og mikill hljóðfærakeikur og kórsöngur einkenndi hana, auk þess sem kirkjugestir tóku þátt í almennum söng.

 

Í predikun sinni lagði hinn nýi erkibiskup út af guðspjall dagsins úr 1. kafla Markúsarguðspjalls versunum 14-15:

Þar segir:

Guðs ríki í nánd.
Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum kom Jesús til Galíleu, prédikaði fagnaðarerindi Guð sog sagði:

„Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Takið sinnaskiptum og trúið fagnaðarerindinu.“

 

Einkunnarorð predikunar hans og yfirskrift var að Jesús boðaði gleði, frelsi einlægni og náð.

Predikunina má lesa á vef sænsku kirkjunnar.Martin Modéus er fæddur í Jönköping þann 1. mars árið 1962 og er því sextugur að aldri.

Hann var vígður til prestsþjónustu í Byarum söfnuði í Växjö prófastsdæmi árið 1986.

Á árunum 1997-1999 stundaði hann doktorsnám í gamla testamentisfræðum við Hákólann í Lundi.

Í mars árið 2011 var hann kjörinn biskup í Linköping.

Martin á tvo bræður, Fredrik sem er biskup í Växjö og Daniel sem er lögfræðingur í Stokkhólmi.

Hann er kvæntur Marianne Langby Modéus og á hann þrjú börn af fyrra hjónabandi.

 

slgMyndir með frétt

  • Biskup

  • Erlend frétt

  • Heimsókn

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Barnakór.png - mynd

Barnakór Hjallakirkju hefur vaxið í vetur

20. feb. 2024
........Gróa fann gulrót
Benedikt Kristjánsson

Benedikt syngur guðspjallamanninn

19. feb. 2024
..........Jóhannesarpassían flutt í Langholtskirkju
Sr. Auður Eir og kvennakirkjukonur

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar

17. feb. 2024
…..í Seltjarnarneskirkju