Sr. Hildur Eir Bolladóttir ráðin sóknarprestur

17. janúar 2023

Sr. Hildur Eir Bolladóttir ráðin sóknarprestur

Sr. Hildur Eir Bolladóttir

Sr. Hildur Eir Bolladóttir hefur verið ráðin sóknarprestur við Akureyrarkirkju.

Sr. Svavar A. Jónsson sem hefur verið sóknarprestur þar síðan árið 1999 lauk störfum sínum við kirkjuna um áramótin.

Sr. Hildur Eir er fædd í Laufási við Eyjafjörð 25. apríl árið 1978.

Hún er dóttir sr. Bolla Gústavssonar sóknarprests þar og síðar vígslubiskups á Hólum og frú Matthildar Jónsdóttur.

Sr. Hildur þjónaði í barnastarfi Dómkirkjunnar veturinn 2000 en fór fljótlega eftir það að halda utan um sunnudagaskólann í Laugarneskirkju.

Þar var hún ráðin æskulýðsfulltrúi árið 2005 og vígðist til prestsþjónustu við sömu kirkju árið 2006.

Sr. Hildur var fyrsti formaður ÆSKÞ Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar og skipulagði og stýrði landsmótum í tengslum við það hlutverk.

Hún var skipuð prestur við Akureyrarkirkju árið 2010 og hefur starfað þar síðan.

Sambýlismaður sr. Hildar er Kristinn Hreinsson framkvæmdastjóri Rafeyrar og þeirra börn eru Haraldur Bolli, Jónatan Hugi, Ágústa og Arna.

 

 

slg


  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð