Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

18. janúar 2023

Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

Áslaug I. Kristjánsdóttir kirkjuvörður, Biskup Íslands, sr. Gunnar Eiríkur, sr. Snævar Jón og sr. Brynhildur

Það var mjög fallegt veður í Stykkishólmi sunnudaginn 15. janúar s.l. þegar Biskup Íslands setti sr.Gunnar Eirík Hauksson sóknarprest í Stykkishólmsprestakalli inn í embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Athöfnin fór fram í Stykkishólmskirkju.

Kirkjukórinn söng við athöfnina en stjórnandi hans er organistinn László Petö, sem er frá Ungverjalandi.

Kristjón Daðason, kennari við tónlistarskólann lék á trompet.

Tveir nágrannaprestar, sr. Brynhildur Óla- Elínardóttir sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli og sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli tóku þátt í athöfninni.

Kirkjuvörður var Áslaug I. Kristjánsdóttir.

Sr. Gunnar Eiríkur tekur við prófastsembættinu af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni sem nýlega lét af embætti sóknarprests í Borgarprestakalli og prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Sr. Gunnar Eiríkur er ekki alls ókunnugur prófastsstarfinu, en hann var prófastur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi áður en það var sameinað Borgarfjarðarprófastsdæmi.

Eftir athöfnina naut fólk samfélags yfir kaffi og konfekti.

 

slg
  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Samkirkjufundur.jpg - mynd

Yfirlýsing norræns fundar samkirkjumála um stríðið í Úkraínu

03. feb. 2023
......ritarar samkirkjumála funda í Sundvollen
Fáskrúðsfjarðarkirkja

Laust starf djákna

02. feb. 2023
..... í Austurlandsprófastsdæmi
Hallgrímskirkja á vetrarhátíð -mynd dr. Sigurður Árni Þórðarson

Hverjar eru guðshugmyndir Íslendinga?

02. feb. 2023
......röð erinda í Hallgrímskirkju