Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

18. janúar 2023

Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

Áslaug I. Kristjánsdóttir kirkjuvörður, Biskup Íslands, sr. Gunnar Eiríkur, sr. Snævar Jón og sr. Brynhildur

Það var mjög fallegt veður í Stykkishólmi sunnudaginn 15. janúar s.l. þegar Biskup Íslands setti sr.Gunnar Eirík Hauksson sóknarprest í Stykkishólmsprestakalli inn í embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Athöfnin fór fram í Stykkishólmskirkju.

Kirkjukórinn söng við athöfnina en stjórnandi hans er organistinn László Petö, sem er frá Ungverjalandi.

Kristjón Daðason, kennari við tónlistarskólann lék á trompet.

Tveir nágrannaprestar, sr. Brynhildur Óla- Elínardóttir sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli og sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli tóku þátt í athöfninni.

Kirkjuvörður var Áslaug I. Kristjánsdóttir.

Sr. Gunnar Eiríkur tekur við prófastsembættinu af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni sem nýlega lét af embætti sóknarprests í Borgarprestakalli og prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Sr. Gunnar Eiríkur er ekki alls ókunnugur prófastsstarfinu, en hann var prófastur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi áður en það var sameinað Borgarfjarðarprófastsdæmi.

Eftir athöfnina naut fólk samfélags yfir kaffi og konfekti.

 

slg




  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Svana Helen, Óli Hilmar og sr. Bjarni

Seltjarnarneskirkja sýnir myndlist

04. des. 2023
......safnarheimilið er listagallerí
Prédikun fluttu Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Auður Pálsdóttir og Benedikt Sigurðsson

Messa guðfræðinema 1. desember

01. des. 2023
......áratuga hefð í Háskólakapellunni
Vil ég mitt hjarta.jpg - mynd

Jóladagatal Kjalarnessprófastsdæmis

01. des. 2023
.......fjórða árið í röð