Mikil jákvæð þróun í fermingarstörfunum

26. janúar 2023

Mikil jákvæð þróun í fermingarstörfunum

Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir

Fermingastarf kirkjunnar hefur tekið miklum jákvæðum breytingum á undanförnum árum.

Ekki er mikið um utanbókarlærdóm, en þess heldur rætt við börnin um líf þeirra og líðan og hve trúin skiptir miklu máli í lífi þeirra.

Auk þess er víða mikil áhersla á að leiða þau inn í heim bænarinnar með helgistundum í tengslum við starfið.

 

Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin.

 

Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd.

Samkvæmt frétt sem nýlega birtist á visir.is þá kom verkefnið þeim mjög skemmtilega á óvart.

En þar segir:


„ Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju hafði samband við okkur og hafði mikinn áhuga á því að Gleðiskruddan yrði með fræðslu fyrir fermingarárgangana í kirkjunni.

Eitt leiddi af öðru og fljótlega vorum við komnar á fund með Eddu Möller, framkvæmdastjóra Kirkjuhússins og Elínu Elísabetu Jóhannesdóttur, fræðslustjóra Biskupsstofu þar sem gerður var samningur um að Gleðiskruddan gerði efni fyrir fermingarfræðsluna í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu,“

segja þær Marit og Yrja.

Jákvæð sálfræði hefur verið áhersluatriði víða í samfélaginu bæði á vinnustöðum og í skólum og í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu voru valin tvö þemu sem eru mikilvæg fyrir ferminbgarbörn, en það er núvitund og sjálfsvinsemd.

Byggir þar á tvöfalda kærleiksboðorðinu um að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf.

Og þær segja áfram í viðtalinu:


„Það er mikilvægt að börn læri að tileinka sér núvitund í daglegu lífi, á einfaldan en áhrifaríkan hátt.

Að þau upplifi að núvitund geti verið ákveðið bjargráð gegn kvíða, streitu og um leið aukið vellíðan þeirra.

Börn í fermingarfræðslu munu einnig fá fræðslu um sjálfsvinsemd og hver ávinningur þess er að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd og hvernig hægt er að vera sinn besti vinur.“


slg


  • Ferming

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Sögur 2.jpg - mynd

Biblíusögur á Spotify

08. maí 2024
...gefnar út af Fossvogsprestakalli
Sr. Guðrún og frú Agnes

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

07. maí 2024
...fjölmiðlum boðið til fagnaðarins
Guðrún Karls-ný mynd.jpg - mynd

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

07. maí 2024
...síðari umferð lauk í dag