Ingibjörg Jóhannsdóttir ráðin

30. mars 2023

Ingibjörg Jóhannsdóttir ráðin

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega laust til umsóknar starf djákna í Austurlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur um starfið var til miðnættis 15. febrúar 2023.

Djákninn þjónar með prófasti, prestum og svæðisstjóra æskulýðsmála prófastsdæmisins undir stjórn prófasts.

Starfið er annars vegar sameiginlegt verkefni prófastsdæmisins og hins vegar sérstakar skyldur í Austfjarðaprestakalli.

Ein umsókn barst frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og hefur hún nú verið ráðin.

Ingibjörg er fædd þann 7. júlí árið 1967 á Akureyri.

Eftir grunnskóla lá leiðin í Verkmenntaskólann á Akureyri.

Hún tók próf í förðunarfræði frá Eligance Int. Hollywood USA árið 1989.

Lauk hún síðan kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2006.

Ingibjörg lauk meistaraprófi í menntunarfræðum frá H.A. með áherslu á sérkennslu árið 2008.

Hún stundaði nám við guðfræðideild Háskóla Íslands einn vetur árið 2012.

Hún tók praktikum I frá Kirkelig utdanningssenter i nord í Tromsø árið 2014 og praktikum II frá Kirkelig utdanningssenter i nord í Tromsø árið 2016.

Hún hefur tekið ýmis námskeið í guðfræði á mastersstigi við norska háskóla.

Ingibjörg hefur starfað sem leikskólakennari, sérkennari og sérkennslustjóri í leik- og grunnskólum.

Einnig hefur hún verið með eigin rekstur í ferðaþjónustu.

Hún var fræðslufulltrúi í norsku kirkjunni og síðar sóknarprestur þar.

Ingibjörg vígðist sem sóknarprestur í Södorp kirkju í Guðbrandsdal í janúar árið 2017.

Eiginmaður hennar er sr. Arnaldur Bárðarson prestur í Austfjarðaprestakalli.

Þau eiga 5 syni og 6 barnabörn.

Þau eru búsett í Heydölum í Breiðdal.

Í Austurlandsprófastsdæmi eru 3 prestaköll, Hofsprestakall, Egilsstaðaprestakall og Austfjarðaprestakall.

Kirkjumiðstöð Austurlands að Eiðum er í prófastsdæminu.

Viðfangsefni djákna í Austurlandsprófastsdæmi eru eftirfarandi samkvæmt þarfagreiningu:

Í Austurlandsprófastsdæmi er lögð mikil áhersla á barna- og æskulýðsstarf og eru þar til að mynda einu sumarbúðirnar á landinu sem reknar eru af Þjóðkirkjunni.

Verkefnin á prófastsdæmisvísu eru á sviði barna- og æskulýðsstarfs og eru unnin í samstarfi við prófast, svæðisstjóra æskulýðssmála, presta og stjórn ÆSKA.

Umsjón með heimasíðu prófastsdæmisins og messutilkynningar til Austurgluggans.

Í Austfjarðaprestakalli eru ellefu sóknir og nær prestakallið yfir stórt svæði, m.a. tvö sveitafélög, frá Hofssókn í Álftafirði að Brekkusókn í Mjóafirði.

Íbúar eru 5724, þar af 3738 í þjóðkirkjunni.

Fjórir prestar þjóna prestakallinu ásamt djáknanum.

Starfsstöðvar eru í sjö þéttbýliskjörnum prestakallsins og kemur djákni að helgihaldi og safnaðarstarfi.

Samstarfssamningur sem prestar og djákni gera á milli sín kveður nánar á um skiptingu verkefna.

 

slg


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu