Biskup Íslands leggur áherslu á jafnréttis- og ofbeldismál

10. apríl 2023

Biskup Íslands leggur áherslu á jafnréttis- og ofbeldismál

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði við hátíðaguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík á páskadagsmorgun.

Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjónuðu fyrir altari.

Organisti og kórstjóri var Guðmundur Sigurðasson.

Dómkórinn söng.

Fluttir voru hátíðasöngvar Bjarna Þorsteinssonar.

Í prédikun sinni lagði biskup áherslu á jafnréttis- og ofbeldismál.

Hún sagði m.a.

„Konur hafa löngum haft það hlutverk að þjóna öðrum, líkna og hlúa að.

Þó lærisveinarnir 12 hafi allir verið karlmenn er nokkuð ljóst af lestri guðspjallanna og Postulasögunnar að konur voru líka í þeim hópi sem fylgdi Jesú.

Á tímum Jesú voru konur ekki vitnisbærar og því vekur það athygli og hjá mörgum einnig ánægju að Maríunum tveimur var treyst fyrir því að vera fyrstu vottar og boðberar upprisunnar.“

Og í framhaldi af því minnti hún á stöðu kvenna í Íran og Afganistan og sagði:

„Undanfarnar vikur höfum við fengið fréttir af viðhorfi til kvenna sem okkur hér á landi hugnast ekki.

Við höfum heyrt um mótmæli kvenna í Íran sem brutust út eftir andlát konu sem handtekin var fyrir að bera ekki höfuðfat á almannafæri.

Hún braut sem sagt lög landsins sem skipa konum að bera höfuðblæju.

Í öðru landi Afganistan berast fréttir af því að konum sé meinað að vinna utan heimilis og mennta sig.

Konur heimsins eiga því margar hverjar langt í land með að ná sömu réttindum og karlar.“

Biskup minnti á að jafnrétti kynjanna á rætur sínar í boðskap Jesú Krists og sagði:

„Jesús kom fram við konur á sama hátt og við karla.

Hann bar virðingu fyrir öllum, háum sem lágum, hraustum sem veikum.

Það ber vott um mikið traust að fela konunum að flytja fyrstar boðin um upprisuna.“

Auk jafnréttis var ofbeldi umræðuefni páskaprédikunarinnar:

„Ofbeldi er daglegt brauð, fátækt víða og eyðilegging af völdum loftslagsbreytinga kallar á nýja nálgun í daglegu lífi fólks.

Þá er ástæða til að staldra við og spyrja hvar er hjálp að fá og kraft og vit til að bregðast við.

Þegar margir jarðarbúar reyna kúgun og stríð, kynþáttafordóma og margskonar óréttlæti er ástæða til að staldra við og horfa fram á við og fylgja þeim sem á undan fer eins og Maríurnar tvær upprisumorguninn forðum.“

Biskup lagði áherslu á sterkan upprisuboðskap í lok prédikunar sinnar og sagði:

„Jesús Kristur fer á undan okkur í lífi og dauða.

Hann hefur gefið okkur hlutdeild í upprisu sinni.

Við megum lifa í þeirri von og deyja í þeirri trú.

Tími endurnýjunar og upprisu er runninn upp.

Tími trausts á upprisinn frelsara og tími vonar fyrir mannkyn allt er runninn upp.

Hann sem stóð upp úr gröf inni á þriðja degi og gekk til móts við vini sína fer á undan og vísar okkur veg.

Hann sem elskaði heiminn og miðlaði elsku sinni til allra manna er upprisinn.

Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.“

Prédikunina í heild sinni má lesa á tru.is

 

slg




  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall