Sr. Aldís Rut Gísladóttir sett í embætti

11. maí 2023

Sr. Aldís Rut Gísladóttir sett í embætti

Prestar Hafnarfjarðarkirkju og prófastur

Sunnudaginn 7. maí var mikið um dýrðir í Hafnarfjarðarkirkju.

Kl. 11:00 um morguninn var Vorhátíð sem er uppskeruhátíð barnastarfsins og lögðu um 400 manns leið sína í kirkjuna á hátíðina.

Kl. 14:00 var innsetningarmessa en í henni var sr. Aldís Rut Gísladóttir sett inn í embætti prests í Hafnarfjarðarkirkju.

Sr. Aldís Rut var ráðin sem prestur við Hafnarfjarðarkirkju þann 2. febrúar síðastliðinn.

Prófastur Kjalarnesprófastsdæmis sr. Hans Guðberg Alfreðsson setti sr. Aldísi Rut inn í embætti og þjónaði fyrir altari, en til gamans má geta þess að sr. Aldís Rut var í starfsþjálfun hjá sr. Hans þegar hún var að ljúka guðfræðinámi.

Einnig þjónuðu í athöfninni sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju og sr. Sighvatur Karlsson prestur í Hafnarfjarðarkirkju.

Ritningarlestra lásu sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum og faðir sr. Aldísar Rutar og Hafdís Sverrisdóttir formaður kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju.

Barbörukórinn söng undir sjórn Kára Þormars organista.

Sr. Aldís Rut predikaði.

Í predikun sinni ræddi sr. Aldís Rut um perlur og perlukafara.

Hún talaði um hvernig perlur myndast út frá sárum.

Hún sagði:

„Hvernig eigum við að elska hvert annað ?

Jú, við elskum meðal annars hvert annað með því að verða perlukafarar.

Með því að kafa undir djúpið og hjálpa hvert öðru að breyta sárum í perlur.

Kristin trú er ekki með svarið við því af hverju við þjáumst, en kristin trú gefur okkur vissu um að við séum ekki ein er við troðum marvaðann, að við séum ekki ein í myrkrinu á hafsbotninum.

Og er við vinnum úr sorginni getum við fundið hinar dýrmætustu perlur, þær perlur sem búa innra með okkur.“

slg

Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu