Kirkjan verður að brjóta alla múra milli þjóða, trúarbragða og menningarheima

15. september 2023

Kirkjan verður að brjóta alla múra milli þjóða, trúarbragða og menningarheima

Dr. Tomás Halík

Aðalfyrirlesarinn á Heimsþingi Lútherska Heimsþingsins Tomás Halík segir að ný siðbót fyrir 21. öldina verði að brjóta alla múra sem nú þjá hinn kristna heim.

Kirkjan verður að varast auðveld svör við áskorunum sem hún mætir í nútímanum og boða einingu í „Einum líkama alls mannkyns, með allri sköpuninni.“

Á öðrum degi Heimsþings Lútherska Heimssambandsins í Kraków í Póllandi hvatti dr. Tomás Halík þátttakendur í þinginu til að „bera vitni um þá sístæðu upprisu þess, sem gefur okkur von með því að vinna að andlegri vakningu sem brýtur alla múra milli þjóða, trúarbragða, bæði félagslega og menningarlega."

Dr. Halík sem er einn helsti kaþólski fræðimaðurinn í Tékklandi vann sem ráðgjafi Václav Havel, fyrsta tékkneska forsetans eftir fall Berlínarmúrsins og eftir að kalda stríðinu lauk.

Hann er prófessor í félagsfræði og deildarforseti trúarbragðafræðideildar í Charles háskólanum í Prag.

Hann hefur tekið á móti fjölda viðurkenninga fyrir ritverk sín, en í þeim hefur hann meðal annars barist fyrir mannréttindum, trúfrelsi og samtali milli trúarbragða.

Kirkjan í sístæðri siðbót – Ecclesia semper reformanda

Í fyrirlestri sínum á Heimsþinginu sagði Halík að kirkjurnar ættu að vera í „sístæðri siðbót....sérstaklega á tímum mikilla breytinga og erfiðleika um allan heim.

Siðbót er nauðsynleg“ sagði hann „ þar sem formið stendur í vegi fyrir innihaldinu, þar sem formið hamlar því að krafturinn nái að blómstra.“

„Þegar við lítum til baka bæði til lúthersku og kaþólsku siðbótarinnar á 16. öld, þá var kristindómurinn endurnýjaður og dýpkaður, en það olli líka aðskilnaði.

Á tuttugustu öldinni mátti sjá tvær samhliða umbreytingar – vöxt hvítasunnuhreyfingarinnar og annað Vatican þingið þegar kaþólska kirkjan breyttist frá því að vera lokuð játningakirkja í opna samkirkjulega kirkju.

En samkirkjuhreyfing 21. aldarinnar verður að ganga miklu lengra en það sem áður hefur verið gert.

Eins og Páll postuli hafði hugrekki til að leiða kristindóminn út úr hinni þröngu boðun meðal Gyðinga og breyta honum í miklu breiðari hreyfingu.“

Dr. Halík sagði að „kristindómurinn í dag þyrfti að brjóta alla múra stofnana, bæði sem kenna sig við játningar, menningarheima og félagslegar aðstæður til að fullkomna hlutverk sitt.“

Trú og gagnrýnin hugsun

Þegar við horfum á „endalaus átök milli náðar og syndar, trúar og vantrúar, þá hefur það áhrif á hjörtu fólks“ og því kallaði hann eftir „heiðarlegu samtali“ milli trúaðra og vantrúaðra sem búa saman í fjölmenningarsamfélagi.

„Trú og gagnrýnin hugsun þurfa á hver annarri að halda.

Þroskuð trú getur lifað með spurningum tímans og þarf ekki að falla í þá freisni að finna auðveld svör við margvíslegri hugmyndafræði nútímans.

Ég er sannfærður um að það verður að endurnýja guðfræði Lúthers um krossinn, endurhugsa hana og dýpka.

Hluti af hinni nýju siðbót eða nýja fagnaðarerindinu er að umbreyta allri boðun.

Við getum ekki nálgast aðra með hrokafullum „sannleika“.

Markmið boðunar okkar er ekki að ná í nýja meðlimi kirkjunnar og troða þeim inn í stofnanahugsun kirkna okkar, heldur að skapa gagnkvæmt samtal við fólk af öðrum trúarbrögðum eða engum, sem gerir okkur víðsýnni."

Sáttargjörð og andleg dómgreind

„Í Mið- og Austur Evrópu þar sem fólk þjáðist undan ofsóknum kommúnista hafa kirkjurnar haft mikilvægu hlutverki að gegna í sáttagjörðarferlinu.

Ekki er hægt að stofna og viðhalda lýðræði aðeins með því að skipta um stjórnmálamenn og breyta efnahagsástandinu, heldur þarfnast fólk siðferðilegs og andlegs svigrúms.

Endurnýjuð andleg dómgreind getur gert gæfumuninn fyrir mannkynið í dag, jafnvel langt út fyrir veggi kirkjunnar"

sagði dr. Tomás Halík að lokum.


Dr. Tomás Halík fékk eftirfarandi viðbrögð við erindi sínu:

Hið fyrra var frá Kathryn Lohre, sem er verkefnisstjóri samkirkjumála og samtals milli trúarbragða hjá lúthersku kirkjunni í Ameríku.

Hún sagði að áhersla Halíks á guðfræði Lúthers um krossinn sé mjög góð fyrir kirkjuna.

„En erum við tilbúin“ spurði hún „til að snerta sár þeirra sem þjást vegna kynbundins ofbeldis, ójafnrar skiptingu auðæva, kynþáttahaturs og yfirgang hvítra, skautun og alls þess sem jókst gífurlega í heimsfaraldrinum?“

Og hún bætti við:

„Orð dr. Halíks minna okkur á að þjáningin sem við upplifum við krossinn á líka við jörðina, sem að stynur undan því að náttúran berst fyrir lífi sínu.“

Viðbrögð komu einnig frá dr. Fredrick Onael Shoo biskup í lúthersku kirkjunni í Tanzaníu.

Hann er leiðtogi í einni af fjölmennustu kirkjum Lútherska Heimssambandsins með um átta milljón meðlimi.

Hann sagði að „ fullar kirkjur eins og þær eru hjá honum þurfi jafn mikið á því að halda að skoða formið eins og tómar kirkjur.

Við verðum að sleppa óábyrgri vellíðan og sigurgleði sem fylgir miklum vexti.

Við eigum ekki að þakka okkur sjálfum heldur biðja Guð um leiðsögn og handleiðslu."

Shoo hvatti „systurkirkjurnar á Vesturlöndum til að hafa sterka rödd gegn þeim voðaverkum sem framin eru þar.

Kirkjurnar verða að standa sterkar gegn öllu ranglæti eins og framleiðslu og sölu á gereyðingarvopnum og öllu því sem eyðileggur umhverfið og berjast gegn alls kyns ómannúðlegum stjórnarháttum“

sagði hann að lokum.

 

slg • Fræðsla

 • Guðfræði

 • Kirkjustarf

 • Lútherska heimssambandið

 • Prestar og djáknar

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Þing

 • Trúin

 • Umhverfismál

 • Alþjóðastarf

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð