Alþjóðlegur dagur barna í sorg

17. nóvember 2023

Alþjóðlegur dagur barna í sorg

Sr. Matthildur, forsetinn og Alison Gilbert

Í gær var alþjóðlegur dagur barna í sorg.

Af því tilefni var haldið málþing í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Málþingið var sett kl. 12:00 af forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessyni og síðan hélt Alison Gilbert erindi um sorgarúrvinnslu.

Minningarstund var síðan í kirkjunni kl. 17:30.

Allison Gilbert er mjög þekkt í Bandaríkjunum fyrir störf sín tengd sorg og sorgarúrvinnslu, en hún er ráðgjafi stjórnar stærstu sorgarsamtaka Bandaríkjanna fyrir fjölskyldur hermanna, TAPS (Tragedy Assistance Program for Survivors).

Hún var líka í stjórn landssamtaka um sorg barna, NACG, og segist vera mjög stolt af því að geta þjónað á þessum vettvangi.

Í viðtali í Morgunblaðinu í gær sagði Alison Gilbert:

„Áhugi minn á að hjálpa og styðja við börn sem hafa misst ástvini hefur bara aukist með árunum“

en hún missti báða foreldra sína sem dóu úr krabbameini þegar hún var rétt rúmlega tvítug.

Og hún bætir við:

„Það sem minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn er að gera á Íslandi skiptir sköpum fyrir börn í landinu sem eru að glíma við sorg“

En það var Örninn sem hélt málþingiöð í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg.



Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn er með aðstoð fyrir börn í sorgarferli.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2018 af Heiðrúnu Jensdóttur og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur fyrir börn sem hafa misst foreldri eða annan náinn ástvin og fjölskyldur þeirra.

Heiðrún hafði misst fullorðinn son sinn og sá að lítil úrræði voru til að aðstoða tíu ára barnabarn hennar sem var að syrgja föður sinn.

Ákveðið var að hafa sumarbúðir fyrir börn í sorgarferli og núna fimm árum síðar hefur verið farið með sjö hópa af börnum og unglingum í Vindáshlíð og Vatnaskóg til að vinna saman með sorgina og finna úrræði sem geta hjálpað.

Á veturna er samvera mánaðarlega þar sem börnin og aðstandendur fá aðstoð fagfólks um málefni tengd sorg og áföllum, en í öllu starfinu er áherslan á von og gleði.

Árið 2021 bættist við hópur á Akureyri fyrir Norðurland.

Allt starf sjóðsins er unnið í sjálfboðavinnu.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Barnastarf

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall