Biskup Íslands talaði á aðventuhátíð í Grensáskirkju

11. desember 2023

Biskup Íslands talaði á aðventuhátíð í Grensáskirkju

Biskup Íslands í Grensáskirkju

Grensássöfnuður fagnaði 60 ára afmæli sínu í gær á öðrum sunnudegi í aðventu.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir hélt hátíðarræðu af því tilefni.

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir sóknarprestur í Fossvogsprestakalli bauð fólk velkomið og kynnti fermingarbörnin sem fluttu afar hátíðlegan helgileik um ljósið í kirkjunni.

Þá söng Margrét Hannesdóttir, sópran tvö lög við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista kirkjunnar.

Þá frumflutti kirkjukórinn jólasálm eftir Bjarna Gunnarsson og Guðlaug Gunnarsson.

Auk þess var mikill almennur söngur og stundin afar hátíðleg.

Sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli kynnti frú Agnesi, en hann þjónaði sem biskupsritari í níu ár við hlið hennar og þekkir vel til starfa hennar.

Frú Agnes talaði um bernskujólin sín vestur á Ísafirði, en þar var faðir hennar sóknarprestur og bernskujól barna sinna á Bolungarvík, þar sem hún starfaði um árabil sem sóknarprestur og prófastur.

Ræddi hún um það hve mikilvægt það er að skapa fallegar jólaminningar fyrir börnin í dag. 

Hinn trúarlegi boðskapur jólanna sé afar mikilvægur fyrir börnin.

Þá las hún ljóð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson.

Sr. Daníel Ágúst Gautason prestur í Fossvogsprestakalli leiddi síðan bæn í lokin og öll sungu Fögur er foldin.

Að lokum bauð Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensássafnaðar öllum í heitt súkkulaði með rjóma og smákökur.

Grensássókn var stofnuð haustið 1963 og var fyrsti prestur safnaðarins sr. Felix Ólafsson.

Safnaðarheimilið, sem notað var sem kirkja í 24 ár, var vígt árið 1972 en kirkjan var vígð við hátíðlega athöfn á öðrum sunnudegi í aðventu, þann 8. desember árið 1996.

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Trúin

  • Biskup

Lágafellskirkja

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. feb. 2024
....eldri- og yngri barnakór
Kvennakór Ísafjarðar

Kirkjan heldur upp á konudaginn

26. feb. 2024
....sérstök konudagsmessa í Ísafjarðarkirkju