Fundur ritara samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum

2. febrúar 2024

Fundur ritara samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum

Norrænu ritararnir eru frá vinstri: Erhard Hermansen frá Noregi, Mayvor Wärn-Rancken frá Finnlandi, Sofia Camnerin frá Svíþjóð,, Magnea Sverrisdottir. Þeim að baki eru Emil Saggau frá Danmörku og Vilver Oras.

Ritarar samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum hittust í Reykjavík dagana 29. janúar til 1. febrúar.

Þema fundarins var peace in and with creation eða friður í og innan sköpunarinnar.

Fyrsti dagurinn var tileinkaður umhverfinu.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Magneu Sverrisdóttur djákna og ritara samkirkjumála á Íslandi og spurði hana um dagskrá fundarins.

Magnea sagði:

“Dr. Sigríður Guðmarsdóttir hélt einkar áhugaverðan fyrirlestur sem hún nefndi Baptismal practices as “glacial manuscripts“ : Decolonizing Arctic liturgies under climate change eða í íslenskri þýðingu dr. Sigríðar "Skírnarsiðir sem "frosin handrit" jökla: Afnýlenduvæðing litúrgíu á norðurslóðum á tíma loftslagsbreytinga".

Frosnu handritin er tilvísun í verk Andra Snæs Magnasonar "Um tímann og vatnið" sem út kom árið 2019.


Halldór Björnsson veðurfræðingur hélt áhugaverðan fyrirlestur um stöðu umhverfismála á norðurslóðum.

Í fyrirlestrinum ræddi hann sérstaklega um áhrif hlýnunnar jarðar á ísbreiðuna á heimskautinu.

Þar nefndi hann meðal annars mikilvægi þess að nýta sér tækniframfarir og að veita þeim brautargengi.

Meðal annars nefndi hann carbfix verksmiðjuna á Hellisheiði.

Hópurinn sem alls var um 25 manns fóru síðan að skoða jarðhitasýningu OR við Hellisheiðavirkjun.

Kaþólska kirkjan tók á móti hópnum í Landakotskirkju þar sem sr. Jakob Roland sagði frá sögu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og síðan vorum við viðstödd messu.Á öðrum degi fundarins voru umræður og innlegg varðandi samskipti trúarbragaða.

Þá voru sérstaklega tekin til umræðu samskipti þeirra sem eru kristin, þau sem aðhyllast gyðingdóm og Múhameðstrú á Norðurlöndum.

Það hefur mikið gerst síðan stríðsástand byrjaði á Gaza.

Það er ljóst að trúarsamfélög á Norðurlöndum hafa miklar áhyggjur af þróun mála þar.

Málefni flóttafólks komu vissulega fram í umræðunum og hvað kirkjurnar og samstarfsnefndir kirkna hafa verið að beita sér í þeim málaflokki

Norska kirkjan kynnti verkefnið Norwegianization of the Sámi.

Í því verkefni tekst norska þjóðin á við fortíð sína hvað varðar framkomu sína við frumbyggja í norður Noregi.

Guðfræðileg nálgun verkefnisins var kynnt og hvaða leið norska kirkjan hefur valið til þess að takast á við mismunandi tilbeiðsluhefðir.


Loks var rætt um Nikeujátninginuna sem samþykkt var í Nikeu árið 325.

Á næsta ári eru 1700 ár síðan Níkeujátningin var samþykkt.

Dr. John Kaufmann hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um aðraganda og afleiðingar Nikeujátningarinnar á þróun kirkjunnar.

Farið var yfir hvað samkirkjunefndirnar í mismunandi löndum eru að stefna að í tilefni þessara tímamóta.


Siðasta kvöldið“ segir Magnea „var haldið upp á holtið og og tekið á móti hópnum í Hallgrímskirkju og að því loknu var öllum boðið í biskupssgarð þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands tók á móti hópnum og fulltrúm úr samtarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi.

Þetta var ánægjulegur og innihaldsríkur fundur þar sem farið var yfir mörg mikilvæg mál.

Það er ljóst að við verðum að huga vel að samstarfi kirkjudeilda á Norðurlöndum.

Við erum öll í vegferð með Jesú Kristi og þess mannskilnings sem hann kennir í Biblíunni þó að tilbeiðsluhefðir okkar séu stundum ólíkar“ segir Magnea Sverrisdóttir að lokum.
slg


Myndir með frétt

 • Biblían

 • Biskup

 • Flóttafólk

 • Fræðsla

 • Fundur

 • Guðfræði

 • Kirkjustarf

 • Messa

 • Prestar og djáknar

 • Samstarf

 • Trúin

 • Umhverfismál og kirkja

 • Alþjóðastarf

Barnakór 2.png - mynd

Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

27. feb. 2024
.....í samstarfi við Tónlistarskóla Grafarvogs
Lágafellskirkja

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. feb. 2024
....eldri- og yngri barnakór