Fundur ritara samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum

2. febrúar 2024

Fundur ritara samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum

Norrænu ritararnir eru frá vinstri: Erhard Hermansen frá Noregi, Mayvor Wärn-Rancken frá Finnlandi, Sofia Camnerin frá Svíþjóð,, Magnea Sverrisdottir. Þeim að baki eru Emil Saggau frá Danmörku og Vilver Oras.

Ritarar samkirkjumála á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum hittust í Reykjavík dagana 29. janúar til 1. febrúar.

Þema fundarins var peace in and with creation eða friður í og innan sköpunarinnar.

Fyrsti dagurinn var tileinkaður umhverfinu.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Magneu Sverrisdóttur djákna og ritara samkirkjumála á Íslandi og spurði hana um dagskrá fundarins.

Magnea sagði:

“Dr. Sigríður Guðmarsdóttir hélt einkar áhugaverðan fyrirlestur sem hún nefndi Baptismal practices as “glacial manuscripts“ : Decolonizing Arctic liturgies under climate change eða í íslenskri þýðingu dr. Sigríðar "Skírnarsiðir sem "frosin handrit" jökla: Afnýlenduvæðing litúrgíu á norðurslóðum á tíma loftslagsbreytinga".

Frosnu handritin er tilvísun í verk Andra Snæs Magnasonar "Um tímann og vatnið" sem út kom árið 2019.


Halldór Björnsson veðurfræðingur hélt áhugaverðan fyrirlestur um stöðu umhverfismála á norðurslóðum.

Í fyrirlestrinum ræddi hann sérstaklega um áhrif hlýnunnar jarðar á ísbreiðuna á heimskautinu.

Þar nefndi hann meðal annars mikilvægi þess að nýta sér tækniframfarir og að veita þeim brautargengi.

Meðal annars nefndi hann carbfix verksmiðjuna á Hellisheiði.

Hópurinn sem alls var um 25 manns fóru síðan að skoða jarðhitasýningu OR við Hellisheiðavirkjun.

Kaþólska kirkjan tók á móti hópnum í Landakotskirkju þar sem sr. Jakob Roland sagði frá sögu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og síðan vorum við viðstödd messu.



Á öðrum degi fundarins voru umræður og innlegg varðandi samskipti trúarbragaða.

Þá voru sérstaklega tekin til umræðu samskipti þeirra sem eru kristin, þau sem aðhyllast gyðingdóm og Múhameðstrú á Norðurlöndum.

Það hefur mikið gerst síðan stríðsástand byrjaði á Gaza.

Það er ljóst að trúarsamfélög á Norðurlöndum hafa miklar áhyggjur af þróun mála þar.

Málefni flóttafólks komu vissulega fram í umræðunum og hvað kirkjurnar og samstarfsnefndir kirkna hafa verið að beita sér í þeim málaflokki

Norska kirkjan kynnti verkefnið Norwegianization of the Sámi.

Í því verkefni tekst norska þjóðin á við fortíð sína hvað varðar framkomu sína við frumbyggja í norður Noregi.

Guðfræðileg nálgun verkefnisins var kynnt og hvaða leið norska kirkjan hefur valið til þess að takast á við mismunandi tilbeiðsluhefðir.


Loks var rætt um Nikeujátninginuna sem samþykkt var í Nikeu árið 325.

Á næsta ári eru 1700 ár síðan Níkeujátningin var samþykkt.

Dr. John Kaufmann hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um aðraganda og afleiðingar Nikeujátningarinnar á þróun kirkjunnar.

Farið var yfir hvað samkirkjunefndirnar í mismunandi löndum eru að stefna að í tilefni þessara tímamóta.


Siðasta kvöldið“ segir Magnea „var haldið upp á holtið og og tekið á móti hópnum í Hallgrímskirkju og að því loknu var öllum boðið í biskupssgarð þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands tók á móti hópnum og fulltrúm úr samtarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi.

Þetta var ánægjulegur og innihaldsríkur fundur þar sem farið var yfir mörg mikilvæg mál.

Það er ljóst að við verðum að huga vel að samstarfi kirkjudeilda á Norðurlöndum.

Við erum öll í vegferð með Jesú Kristi og þess mannskilnings sem hann kennir í Biblíunni þó að tilbeiðsluhefðir okkar séu stundum ólíkar“ segir Magnea Sverrisdóttir að lokum.




slg


Myndir með frétt

  • Biblían

  • Biskup

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Trúin

  • Umhverfismál og kirkja

  • Alþjóðastarf

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00