Leiðtoganámskeið í Noregi

6. febrúar 2024

Leiðtoganámskeið í Noregi

Elín Elísabet, sr. Inga og sr. Sigfús

Helgina 2.-4. febrúar fór fram leiðtoganámskeið fyrir upprennandi leiðtoga í íslensku söfnuðunum á Norðurlöndunum.

Það voru 25 leiðtogar sem mættu til leiks ásamt prestum safnaðanna í Danmörku Noregi og Svíþjóð.

Þátttakendur komu mislangt að og eftir misjöfnum leiðum.

Nokkrir komu með flugi, en aðrir með lestum og bílum.

Leiðin lá til Strandheim þar sem námskeiðið fór fram á fallegum stað í norskri náttúru.

Á námskeiðinu var fjallað um ýmis efni ásamt því að tengsl og vinasambönd voru treyst.

Elín Elísabet Jóhannsdóttir Löve frá fræðsludeild Biskupsstofu var með erindi og verkefni um hlutverk og persónu leiðtogans.

Guðjón Andri Rabbevag Reynisson kenndi leiki og fjallaði um hvaða leikir eiga við hvaða aldur og hvað hægt er að kenna margt í gegnum leik.

Pálína Hraundal var með útikennslu sem fór fram í björtu vetrarveðri í fallegri náttúru.

Sr. Sigfús Kristjánsson sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn fjallaði um sorg, börn og bjargráð.

Þá voru kennarar frá norska Rauða krossinum sem kenndu skyndihjálp.

Að sögn sr. Sigfúsar sá norski söfnuðurinn um skipulagningu og utanumhald undir styrkri stjórn sr. Ingu Harðardóttur prests Íslendinga í Noregi.

„Það var glaður en þreyttur hópur sem kvaddist á lestrarstöðinni í Osló, en þaðan lá leið heim til að miðla þekkingu, gleði og trú á heimaslóðum.“

Það er mikil ánægja hjá prestunum sr. Ingu, sr. Sigfúsi og sr. Ágústi Einarssyni í Svíþjóð með samstarf safnaðanna, en þessir þrír söfnuðir þjóna rúmlega þrjátíu þúsund Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Og sr. Sigfús segir að lokum:

„þetta voru dásemdardagar“!


slgMyndir með frétt

  • Alþjóðastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Barnakór 2.png - mynd

Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

27. feb. 2024
.....í samstarfi við Tónlistarskóla Grafarvogs
Lágafellskirkja

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. feb. 2024
....eldri- og yngri barnakór