Níu umsóknir bárust

15. maí 2024

Níu umsóknir bárust

Digraneskirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Digranes- og Hjallaprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur rann út 10. maí síðast liðinn.

Alls bárust níu umsóknir, en fimm þeirra óska nafnleyndar.

Aðrir eru:

Sr. Árni Þór Þórsson

Sr. Dagur Fannar Magnússon

Erna Kristín Stefánsdóttir, mag.theol.

Sr. Sylvía Magnúsdóttir

Prestakallið.

Digranesprestakall og Hjallaprestakall voru sameinuð árið 2020 og mynda nú eitt öflugt prestakall með tvær sóknir og tvær fallegar kirkjur.

Prestakallið tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og er hluti af samstarfssvæði kirkjunnar í Kópavogi sem byggir á góðu skipulagi og traustri samvinnu.

Samanlagður íbúafjöldi í sóknunum er 18351.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna  um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Myndin hér fyrir neðan er frá Hjallakirkju.

slg


Myndir með frétt

Hjallakirkja
  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Reykholtskirkja hin nýja, vígð 28. júlí 1996, og hin eldri, vígð 31. júlí 1887 - mynd: hsh

Laust sóknarprestsstarf

03. okt. 2024
...við Reykholtsprestakall
Frá þjóðbúningamessunni í fyrra

Þjóðbúningamessa á sunnudaginn

02. okt. 2024
...fjölbreytt helgihald í Árborgarprestakalli
Kartöflur.jpg - mynd

Gjöfum jarðar fagnað í Neskirkju

01. okt. 2024
...altarisganga á Torginu