Bergþóra Ragnarsdóttir ráðin djákni við Skálholtsprestakall

23. maí 2024

Bergþóra Ragnarsdóttir ráðin djákni við Skálholtsprestakall

Berþóra djákni og Jón organisti í Skálholtsdómkirkju

Bergþóra Ragnarsdóttir var ein af þeim fjórum sem vígðust í Skálholtsdómkirkju á annan í hvítasunnu.

Hún var vígð djákni til þjónustu við Skálholtsprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Bergþóra er fædd þann 11. febrúar árið 1979 á Höfn í Hornafirði og er að eigin sögn Austur Skaftfellingur í húð og hár.

Foreldrar hennar eru Ragnar Jónsson bóndi og hefur hann búið alla tíð í Akurnesi í Nesjasveit og Ingunn Jónsdóttir húsmóðir, sem er fædd á Hnappavöllum í Öræfasveit.

Bergþóra er fjórða í röð níu systkina.

Hún er gift Jóni Bjarnasyni organista í Skálholti og eiga þau eina dóttur Hildi Ingu.

Bergþóra hefur verið í kirkjustarfi frá unga aldri.

“Fyrst var það sunnudagaskóli og svo byrjaði ég 12 ára gömul að syngja í kirkjukór Bjarnaneskirkju með mömmu og einni systra minna.

Ég söng í kirkjukór þar til ég flutti til Reykjavíkur““ segir Bergþóra.

Hún hóf nám í guðfræðideild Háskóla Íslands 11. september árið 2001 og vann með náminu ásamt Jóni eiginmanni sínum í sunnudagaskólanum í Breiðholtskirkju.

Hún starfaði einnig eitt sumar sem kirkjuvörður á Hólum í Hjaltadal og um tíma sem kirkjuvörður í Seljakirkju í Reykjavík.

Bergþóra vann, ásamt fleirum, að uppsetningu gestastofu í Skálholti sumarið 2010.

Hún útskrifaðist með B.A. próf í guðfræði í október árið 2005 og lauk svo djáknanáminu árið 2015.

Hún hefur séð um barnastarf í Skálholtsprestakalli síðan haustið 2014.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu