Nýkjörinn biskup Íslands fær afhent kjörbréf

30. maí 2024

Nýkjörinn biskup Íslands fær afhent kjörbréf

Nýkjörinn biskup Íslands ásamt kjörstjórn

Í gær miðvikudaginn 29. maí 2024 fékk sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli afhent kjörbréf sitt, en hún var kjörinn biskup Íslands þann 7. maí síðast liðinn.

Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin af nýkjörnum biskupi ásamt kjörstjórninni.

Kjörbréfið hljóðar þannig:

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar gjörir kunnugt:

Með vísan til 2. mgr. 18. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022 og á grundvelli kosninga sem fóru fram nýlega og lauk 7. maí 2024, hefur sr. Guðrún Karls Helgudóttir kt. 270469-4779 verið kjörin biskup Íslands til að gegna embættinu í sex ár frá og með 1. júlí 2024, sbr. 1. mgr. 2. gr. ofangreindra starfsreglna.

Reykjavík, 29. maí 2024

Anna M. Karlsdóttir formaður, Andri Árnason Anna Sigríður Pálsdóttir.

slg


  • Fundur

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu