Andlát

29. júní 2024

Andlát

Sr. Sigfús Jón Árnason

Sr. Sigfús Jón Árnason, fyrrverandi prestur að Hofi í Vopnafirði og prófastur í Múlaprófastsdæmi lést þann 25.júní síðastliðinn 86 ára að aldri.

Hann fæddist á Sauðárkróki þann 20. apríl árið 1938.

Foreldrar hans voru Árni Gíslason og Ástrún Sigfúsdóttir.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959.

Sr. Sigfús lauk cand. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 1965 og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði þann 4. júlí sama ár.

Sr. Sigfús var sóknarprestur á Sauðárkróki frá 1976-1980 og síðar á Hofi í Vopnafirði frá 1980-2004 að undanskildu einu ári, 1990-1991 er hann stundaði nám í Þýskalandi.

Hann var prófastur í Múlaprófastsdæmi frá árinu 1999 til ársloka 2004 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Sr. Sigfús Jón lætur eftir sig 5 syni, 3 stjúpbörn og 24 barnabörn.

Eftirlifandi eiginkona sr. Sigfúsar er Anna María Pálsdóttir.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð