Húsfyllir við kveðjumessuna

30. júní 2024

Húsfyllir við kveðjumessuna

Sr. Guðrún kveður

Sr. Guðrún Karls- Helgudóttir verðandi biskup Íslands kvaddi söfnuð sinn í Grafarvogskirkju í kaffihúsamessu í morgun kl. 11:00.

Hún hefur þjónað söfnuðinum í 16 ár.

Kirkjan var troðfull þegar sr. Guðrún predikaði og þjónaði fyrir altari.

Kór Grafarvogskirkju leiddi söng og Hákon Leifsson var organisti.

Sr. Guðrún tekur formlega við embætti biskups Íslands á morgun 1. júlí, en hún verður vígð eins og áður hefur komið fram þann 1. september næstkomandi í lok kirkjudaganna.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Ragnhildur Ásgeirsdóttir.


slgMyndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð