Vel mætt í bænastundir

30. júní 2024

Vel mætt í bænastundir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Síðasta bænastundin fyrir sumarfrí í Dalvíkurkirkju var síðast liðinn miðvikudag þann 26. júní.

Bænastundirnar hefjast aftur í september.

Sr. Erla Björk Jónsdóttir prestur í Dalvíkurprestakalli leiddi stundina, en bræður úr Ólafsfirði, þeir Björn Þór Ólafsson sem er 83 ára og Stefán V. Ólafsson sem er 80 ára sungu mörg rómantísk lög.

Organistinn Þórður Sigurðsson spilaði falleg lög á píanó fyrir stundina og svo undirleik með þeim bræðrum.

Eftir stundina var farið í safnaðarheimilið og snæddur hádegisverður.

Sr. Erla Björk tjáði fréttaritara kirkjan.is að það hafi mætt 40 manns, en það er fastagestalisti.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní