Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

31. ágúst 2024

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir sr. Guðrún Karls Helgudóttir til biskups Íslands í Hallgrímskirkju kl. 14:00 á morgun sunnudaginn 1. september.

Athöfninni verður sjónvarpað á RUV.

Með biskupi þjóna fyrir altari sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr. Eiríkur Jóhannssson ásamt vígslubiskupum og vígsluvottum.

Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir lýsa vígslu.

Ritningarlestra annast Drífa Hjartardóttir, Paneeraq Siegstad Munk, Grænlandsbiskup og Martin Modeus erkibiskup Svía.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar.

Vígsluvottar verða Kristín Kristjánsdóttir djákni, sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Sigurður Grétar Helgason, Jógvan Friðriksson Færeyjabiskup, Martin Modeus erkibiskup Svía, Olav Fykse Tveit höfuðbiskuð í Noregi, Paneeraq Siegstad Munk, Grænlandsbiskup, Tapio Luoma erkibiskup Finna, Ulla Thorbjörn Hansen biskup í Hróarskeldu, Dorian Davies biskup í Wales, Mark Strange höfuðbiskup skosku kirkjunnar, Michael Burrows biskup frá Írlandi, Paulina Hlawiczka-Trotman, biskup í Bretlandi, Paul Ferguson vígslubiskup frá Kantaraborg, sr. Sally Azar prestur í Jórdaníu og Landinu helga, Urmas Vilma erkibiskup frá Eistlandi, sr Kristján Björnsson, Skálholti, sr. Gísli Gunnarsson, Hólum, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Famuli verða sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir og Ívar Valbergsson djákni.

Organistar og kórstjórar verða Guðmundur Sigurðsson, Björn Steinar Sólbergsson, Steinar Logi Helgason, Lára Bryndís Eggertsdóttir og Hákon Leifsson.

Trompetleikarar verða Eiríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson og Guðmundur Hafsteinsson.

Pákuleikari verður Eggert Pálsson.

Dómkórinn, Kór Hallgrímskirkju og kórar Grafarvogskirkju syngja.

Einsöngvari veður Sólbjörg Björnsdóttir.

Forsöngvari er Magnús Már Björnsson.

Meðhjálparar verða Ástbjörn Egilsson, Grétar Einarsson og Þorvaldur Karl Helgason.

Ljósberar verða Viðja Geirdal Hólmfríðardóttir og Aníta Eir Bjarnadóttir.

Guðmundur Sigurðsson og Lára Bryndís Eggertsdóttir leika á orgel á undan athöfn.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Vígslubiskup

  • Biskup

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Sr. Þuríður Björg ráðin

04. sep. 2024
...í Hafnarfjarðarprestakall
Auglýsing- Guðný.png - mynd

Hausttónleikaröð tekur við af sumartónleikaröð

04. sep. 2024
...opnun á sýningunni Hallgrímshorfur
Haukur Guðlaugsson

Andlát

04. sep. 2024
...Haukur Guðlaugsson látinn