Áhugavert rit um Hallgrím Pétursson

20. september 2024

Áhugavert rit um Hallgrím Pétursson

Eins og fram hefur komið í ýmsum fréttum á kirkjan.is þá nálgast nú 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar.

Af því tilefni kemur út ritverkið Hallgrímur Pétursson. Líf, kveðskapur og áhrif, eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín.

Verkið er nú í prentun.

Það mun væntanlega koma út í byrjun október eða vel tímanlega fyrir minningarhátíðina 27. október nk.

Þetta rit er mikið að vöxtum eða hátt í 600 blaðsíður.

Á baksíðu kápunnar segir:

Ævisaga þessi er um líf, kveðskap og áhrif Hallgríms Péturssonar (1614-1674).

Hún er skrifuð í tilefni af 350 ára ártíð hans, en hann lést 27. október 1674.

Þetta er að mörgu leyti óvenjuleg ævisaga.

Uppbyggingin er sú að í fyrri hlutanum er fjallað um staðina sem hann tengdist, Hóla í Hjaltadal, Glückstadt og Kaupmannnahöfn, Suðurnesin og Hvalsnes, og að
lokum Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Tveir kaflar eru um kirkjurnar sem bera nafn hans, þá í Saurbæ og svo á Skólavörðuholtinu.

Í seinni hlutanum er fjallað um kveðskap hans sem og bækur og ritgerðir, sem hann skrifaði.

Reynt er að rýna í áhrif hans allt til þessa dags, m.a. með því af fara ítarlega í deilur í kringum byggingarsögu kirknanna tveggja.

Deiluaðilar vildu eigna sér hann, bæði þeir félagslega sinnuðu og þeir sem vildu byggja kirkjulegt musteri.

Sérstök áhersla er lögð á ádeilur sr. Hallgríms til að sýna að kirkja og kristni eiga sér slíka hefð, enda er hún sótt til meistarans og örlaga hans, krossfestingarinnar.

Þessi ádeila beinist einkum gegn yfirvöldunum og valdníðslu þeirra fyrr og síðar en einnig fær almenningur að heyra það fyrir værukærð sína og vanrækslu við náungann.

Þó syndugt mannkyn fái miklar skammir er þarna einnig að finna kraftmikinn náðarboðskap um guðlegan kærleika sem við mannfólkið eigum að bera áfram til meðbræðra okkar og systra.


slg

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Kirkjustaðir

Biskup Íslands með Litlu gulu peysuna

Biskup Íslands prjónaði Litlu gulu peysuna

04. okt. 2024
...Litla gula peysan prjónuð í Langholtskirkju til styrktar Lífsbrú
Jónas og Hallveig

Bleikur október byrjar vel

04. okt. 2024
...í Bústaðakirkju
Seltjarnarneskirkja

Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

04. okt. 2024
...Seltjarnarnessókn 50 ára