Vona að kirkjurnar verði áfram athvarf í gleði og sorg

24. september 2024

Vona að kirkjurnar verði áfram athvarf í gleði og sorg

Prófastur setur sóknarprestinn í embætti

Mikið var um að vera í kirkjum landsins um helgina, enda vetrarstarfið komið á fulla ferð víðast hvar.

Kirkjan.is sagði frá því í gær að þrír prestar hefðu verið settir í embætti í Lágafellskirkju og bæði sóknarprestur og djákni verið settir í embætti í Skálholtsdómkirkju.

Í Digraneskirkju fór líka fram innsetningarmessa og haldið var upp á 30 ára vígsluafmæli kirkjunnar.

Það var blíðskaparveður þennan dag eins og víða annars staðar á landinu.

Digraneskirkja var vígð þann 25. september árið 1994 á 17. sunnudegi eftir trinitatis og söfnuðurinn fagnaði þess vegna 30 ára afmæli kirkjunnar eins og áður segir.

Í afmælisfagnaðinum var sr. Alfreð Örn Finnsson settur inn í embætti sóknarprests Digranes- og Hjallaprestakalls.

Prófasturinn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sr. Bryndís Malla Elídóttir setti Alfreð inn í embætti og þjónaði við athöfnina ásamt prestum kirknanna þeim Alfreð og sr. Hildi Sigurðardóttur.

Það var góð mæting og góður andi ríkti í kirkjunni.

Prestarnir vonast til þess að kirkjurnar í Suðurhlíðum Kópavogs verði áfram athvarf fyrir sóknarbörnin í gleði og sorg.

Að sögn Alfreðs er vonin sú að börnin í hverfinu viti af kirkjunni og boðskapnum góða.

„Íþrótta og sunnudagaskólinn var vel sóttur og er það mjög dýrmætt starf í huga okkar prestanna“ segir hann.

Eftir stundirnar var boðið upp á súpu og glæsilegt kökuhlaðborð.

Hoppukastalar voru settir upp í blíðviðrinu fyrir yngri kynslóðina sem einnig gat gætt sér á grjónagraut.

Kristján Ingimarsson, tónlistarmaður og organisti Djúpavogskirkju og Heydala og Stöðvarfjarðarsókna mætti á svæðið, lék á gítar og söng.

Kristján er góður vinur Alfreðs, samstarfsaðili, smala- og veiðifélagi.

Alfreð þótti dýrmætt að hafa fulltrúa frá Djúpavogi þar sem hann þjónaði áður en hann kom í Kópavoginn.

Auk þess söng Karlakór Kópavogs við athöfnina og Gróa Hreinsdóttir organisti stjórnaði og sá til þess að allt fór vel fram í söng og tónum.

Sóknarnefndarfólk tók myndirnar sem fylgja fréttinni.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Barnastarf

Biskup Íslands með Litlu gulu peysuna

Biskup Íslands prjónaði Litlu gulu peysuna

04. okt. 2024
...Litla gula peysan prjónuð í Langholtskirkju til styrktar Lífsbrú
Jónas og Hallveig

Bleikur október byrjar vel

04. okt. 2024
...í Bústaðakirkju
Seltjarnarneskirkja

Mikið um að vera í Seltjarnarneskirkju í október

04. okt. 2024
...Seltjarnarnessókn 50 ára