Jarþrúður valin prestur

10. október 2024

Jarþrúður valin prestur

Sr. Jarþrúður

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Ein umsókn barst frá Jarþrúði Árnadóttur, presti í Langanesprestakalli.

Valnefnd hefur nú ákveðið á ráða Jarþrúði í starfið.

 

Egilsstaðaprestakall

Egilsstaðaprestakall varð til við sameiningu fjögurra prestakalla á Héraði, Borgarfirði og Seyðisfirði.

Íbúafjöldi prestakallsins er 4913, þar af eru 3385 í þjóðkirkjunni.

Sóknirnar eru 14, hver með sína sóknarkirkju.

Jarþrúður er fædd á Akureyri 12. október árið 1988.

Foreldrar hennar eru Árni Þórhallsson og Ester Þorbergsdóttir.

Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2009 og mag. theol. með embættisgengi árið 2017.

Jarþrúður var skiptinemi í einn vetur við Det Teologiske Menighetsfakultetet í Osló í Noregi árið 2015.

Jarþrúður hefur starfað víða á kirkjulegum vettvangi meðal annars í Noregi sem óvígður guðfræðingur, en hún vígðist til prests þann 15. september 2019 til Langaness og Skinnastaðarprestakalls þar sem hún hefur starfað síðan.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Jarþrúði og spurði hana um það hvernig starfið legðist í hana:

"Starfið leggst mjög vel í mig og ég er full tilhlökkunar að hefja nýja starfið og flytja austur á næstunni."

Jarþrúður er í sambandi með Rúnari Snæ Reynissyni fréttamanni á Austurlandi, en hann býr á Egilsstöðum.

Hann þrjú börn.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní