Sr. Árni Þór ráðinn

1. nóvember 2024

Sr. Árni Þór ráðinn

Sr. Árni Þór Þórsson

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti innflytjenda til þjónustu í þjóðkirkjunni.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. janúar 2025.

Valnefnd ákvað að ráða sr. Árna Þór Þórsson í starfið og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna.

Hinn nýi prestur innflytjenda mun starfa með sr. Toshiki Toma sem starfað hefur með innflyjendum í áratugi.

Árni Þór Þórsson er fæddur í Reykjavík þann 13. október árið 1995.

Hann ólst upp í Grafarvogi og hóf skólagöngu sína í Foldaskóla.

Þaðan fór hann í Tækniskólann, nánar til tekið á fjölmiðlabraut.

Þar lauk hann námi á sviði grafískar miðlunar vorið 2014 og prentunar haustið 2014 og var dúx Tækniskólans það haust.

Síðan lauk hann stúdentsprófi frá Tækniskólanum vorið 2015.

Árni Þór hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild haustið 2015 og lauk þar B.A.-prófi í guðfræði í febrúar 2019.

Mag. theol. prófi lauk hann frá Guðfræði og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2021.

Árni vígðist til þjónjustu við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi þann 18. apríl árið 2022 og þjónaði þar til ágústloka 2024.

Síðan þá hefur hann sinnt afleysingarþjónustu í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Árni Þór á eina dóttur, sem er þriggja ára.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju