Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóvember 2024

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

Fyrsti sunnudagur í aðventu er sunnudaginn 1. desember, sem einnig er fullveldisdagur okkar Íslendinga.

Þá eru aðventuhátíðir haldnar í flestum kirkjum landsins þó margar kirkjur haldi sínar aðventuhátíðir aðra sunnudaga aðventunnar.

Flestar aðventuhátiðir eru haldnar að kvöldi til eða síðdegis.

Kirkjan.is hvetur fólk til að líta á heimasíður kirknanna eða fésbókarsíður þeirra til að grennslast fyrir um hvaða dag, og á hvaða tíma aðventuhátíðir eru í heimakirkjunni.

Oftast er mikið um tónlist, söng og stundum eru helgileikir barna.

Í mörgun tilfellum er ræða eða hugvekja flutt af leikmanni.

Einna lengst hefð er fyrir aðventuhátíðum í Bústaðasókn hér á höfuðborgarsvæðinu, en fyrstu aðventukvöldin voru haldin í Réttarholtsskóla áður en kirkjan var vígð.

Þessar hátíðir hafa ævinlega þótt mjög veglegar og vel sóttar.

Í ár verður aðventuhátíðin í Bústaðakirkju, fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember nk. kl. 17:00.

Er þetta einnig kirkjudagur Bústaðakirkju, en kirkjan var vígð á fyrsta sunnudegi í aðventu árið 1971.

Mikið verður um dýrðir á aðventuhátíðinni, sem stendur öllum opin.

Jónas Þórir, organisti kirkjunnar, hljómsveit og tónlistarfólk munu leika jólalög á undan athöfn.

Með Jónasi Þóri í hljómsveitinni verða Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Stefán S. Stefánsson á sax og slagverk og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa.

Barnakór Fossvogs syngur undir stjórn Valdísar Gregory.

Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris.

Einsöngvarar verða Beradett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Ívar Helgason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Una Dóra Þorbjörnsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra flytur hátíðarræðu.

Formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju, Þórður Mar Sigurðsson flytur ávarp.

Prestar og starfsfólk Bústaðakirkju leiða stundina.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Heimsókn

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Kirkjan hafnar ofbeldi gegn konum

27. nóv. 2024
...pistill eftir dr. Arnfríði Guðmundsdóttur