Bæjarstjórahjónanna minnst og enskir jólasöngvar
Sunnudagurinn 15. desember er þriðji sunnudagur í aðventu.
Þá verður fyrrum bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, Sigurgeirs Sigurðssonar og konu hans Sigríðar Gyðu Sigurðardóttur minnst í Seltjarnarneskirkju.
Þau hefðu bæði orðið 90 ára í þessari viku hefðu þau lifað.
Sigurgeir var sveitarstjóri og bæjarstjóri í alls 40 ár á Nesinu.
Sigurgeir var með lengstan starfsferil sem sveitar og bæjarstjóri en hann sat í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi í samtals 40 ár og lét af embætti árið 2002.
Sigríður Gyða var myndlistarmaður.
Á sunnudaginn verður opnuð sýning á verkum Sigríðar Gyðu í safnaðarheimilinu.
Á fræðslumorgni kl. 10:00 verður þeirra hjóna minnst.
Sonur þeirra, Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri mun tala um foreldra sína.
Þennan sama dag kl. 14:00 verða enskir jólasöngvar í Seltjarnarneskirkju.
Á ensku heita þeir „A Festival of Nine Lessons with Carols.“
Í þessari athöfn eru enskir jólasálmar sungnir á milli lestra úr Gamla og Nýja testamentinu er tengjast spádómum um Jesú Krist og fæðing hans.
Eliza Reid, fyrrum forsetafrú, mun verða meðal lesara.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju munu syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista.
Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju stýrir athöfninni.
Boðið verður upp á enskar jólaveitingar eftir athöfnina í safnaðarheimili kirkjunnar.
Ensku jólasvöngvarnir voru fyrst haldnir í King´s College í Cambridge árið 1918.
Á Íslandi hafa þeir verið haldnir frá því að breska setuliðið kom til Íslands.
Lengst af voru þeir i Hallgrímskirkju en hafa verið í Seltjarnarneskirkju síðustu þrjú árin.
slg