Jólaundirbúningur og kveðjumessa

18. desember 2024

Jólaundirbúningur og kveðjumessa

Kertaljós í Bústaðakirkju

Jólaundirbúningurinn er að ná hámarki í kirkjum um allt land.

Kórar æfa, prestar undirbúa prédikanir og annað starfsfólk safnaðanna undirbúa kirkjuhúsin þannig að allt fari hátíðlega fram.

Þegar heimsíður kirknanna og samfélagsmiðlar þeirra eru skoðaðir má sjá hvenær messað er, hvenær eru jólaböll og aðrar athafnir.

Mikið verður um dýrðir um jólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli eins og alls staðar annars staðar.

Allt hefðbundið helgihald verður á sínum stað um hátíðarnar og má sjá dagskrána á heimasíðu prestakallsihns. 

Aftansöngur verður á aðfangadagskvöld í báðum kirkjunum kl. 18:00.

Fyrr um daginn eða klukkan 14:00 verður jólamessa á hjúkrunarheimilinu Mörkinni og klukkan 16:00 verður barna og fjölskyldustund í Bústaðakirkju.

Miðnæturguðsþjónusta verður síðan í Grensáskirkju á jólanótt og hefst hún kl. 23:30.

Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag klukkan 13:00 í Bústaðakirkju og klukkan 14:00 í Grensáskirkju.

Kirkja heyrnarlausra mun hafa sitt jólahelgihald á öðrum degi jóla í Grensáskirkju, eins og undanfarin ár.

Að sögn Þorvaldar Víðissonar prests í Fossvogsprestakalli og prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra þá mun jólaball fara fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 29. desember kl. 15:00 þar sem góðir rauðklæddir gestir munu heimsækja kirkjuna.

Sungið verður og dansað í kringum jólatréð.

Um áramótin verður aftansöngur í báðum kirkjunum, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, á gamlársdag kl. 18:00.

Á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta klukkan 13:00 í Bústaðakirkju og klukkan 14:00 í Grensáskirkju.

Sunnudaginn 5. janúar munu María G. Ágústsdóttir fráfarandi sóknarprestur og Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur kveðja söfnuði Fossvogsprestakalls við hátíðlega guðsþjónustu í Grensáskirkju kl. 11:00.

María hefur verið ráðin sóknarprestur í Reykholti og Daníel Ágúst hefur verið ráðinn í afleysingu við Lindakirkju í Kópavogi.


slg


  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Prestarnir Daníel Ágúst og María

Hverfa til annarra starfa

06. jan. 2025
...þéttsetin Grensáskirkju í kveðjumessu Maríu og Daníels Ágústs presta í Fossvogsprestakalli
logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi