Trú.is

Orðin eru það eina sem við höfum

Orð ritningarinnar verða lífslind sem opnar nýjan skilning, nýjan sjálfsskilning, nýjan skilning á tilverunni, mætum sjálfum okkur og Guði á ferskan hátt. Andi Guðs miðlar þeirri reynslu, nærvera Guðs í gegn um ævaforn orð. Ekki að orðin sem slík séu töfrum slungin heldur verða þau farvegur náðar, ástar Guðs.
Predikun

Hið lifandi orð

Hin síðari ár fá Gídeonmenn ekki að fara í alla skóla eins og áður. Börnum er því mismunað hér á landi hvað þetta varðar. Það er því ekki ólíklegt að innan tíðar verði þjóðin ekki lengur handgengin orðfæri Biblíunnar eða sögum hennar. Þekki ekki miskunnsama Samverjann, tvöfalda kærleiksboðorðið eða gullnu regluna, söguna af þeim systrum Mörtu og Maríu og skilji ekki tilvísanir og túlkun í myndlist og bókmenntum.
Predikun

Ertu trúuð/trúaður?

Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu fyrir mörg okkar og þegar fermingarbörnin fengu þessa spurningu í síðustu viku svaraði um helmingur þeirra játandi. En þegar ég fór að spyrja þau nánar út í hvaða merkingu þau legðu í það að vera trúuð þá svöruðu mörg þeirra að það þýddi að vera öfgafull í trú sinni, vera alltaf að biðja, lesa Biblíuna og að vera alltaf í kirkju.
Predikun

Biðjum í anda, sannleika og kærleika

Guðsþjónusta í upphafi samkirkjulegrar bænaviku 2016 sem var síðasti sd. eftir þrettándann það árið. Lagt var út frá Ummynduninni á fjallinu, Mt. 17. 1-9.
Predikun

As the deer pants for the water brooks

It is a tough fight. God doesn’t give us an easy solution, because it is about our life, and we were born to live through that life. The ending is not decided yet.
Predikun

Martröðin hans Palla

Martröðin sem Palli vaknaði upp af, er vondur draumur þar sem tengslin hafa rofnað, þar sem menning hverfur og einsemd tekur við.
Predikun

Á hverri árs- og ævitíð

Sumum finnst til dæmis erfitt að verða þrítugir og finna æskuna fjarlægjast sig smátt og smátt. Aðrir upplifa sterkar tilfinningar í gegnum tímamót í lífi barnanna sinna, t.d. þegar þau fermast, taka bílprófið eða flytja að heiman. Og það reynir ekki bara á einstaklinginn með nýjum hætti við hverja breytingu í lífinu. Það getur líka reynt á hjónabandið eins og „afinn“ í sjónvarpinu fékk að ganga í gegnum.
Predikun

Fólk á ferð

Við erum fólk á ferð. Íslenska þjóðin þekkir vel eyðimerkurgöngur þótt eyðimörkin sé annað hvort svartir sandar eða, og ekki síður, líflausar fannbreiður. Forfeður okkar á eilífum hrakningi milli örreytiskota í veikri von um rýmri beit, betri slægjur, veiðivon í vatni. Ferð í leit að fyrirheitnu landi, í von um betri heim.
Predikun

Tómhyggja og tilgangur

Slíkar spurningar voru hluti af ævistarfi Páls Skúlasonar heimspekings, en hann er einn þeirra sem kvaddi okkur á þessu ári. Í nýútkominni bók sem geymir ritgerðir hans og hugleiðingar við ævilok tekst hann á við þessar andstæður tómhyggju og tilgangs.
Predikun

Farsæld og félagsleg heilsa

Ég held að það hafi vantað eina spurningu í heilsufarskönnunina sem ég sagði frá í upphafi. Það er spurningin: “Hversu margar manneskjur í þínu umhverfi elskar þú?”. Því jafn mikilvægt og það er að vera elskuð þá er ég nokkuð viss um að það gefi okkur enn meira að vera fær um að elska og fá að upplifa að elska aðra manneskju og okkur sjálf.
Predikun