Trú.is

Líka í sjávarútvegi

Hæst náði ég upp í 95 km. hraða á klukkustund, liggjandi fram á stýrið á litla græna Honda SS50 hjólinu mínu, og svo tók ég beygjuna til hægri inn á Sæbrautina og lagði metnað minn í það að hægja ekki á fyrr en í fulla hnefana. Ég dýrkaði hraða - alveg þar til dag einn...
Predikun

Fjarkirkja á grensunni

Allir vilja, að kirkjuhúsin séu falleg og þeim eigi gott fólk að þjóna, sem kunni til verka þegar á bjátar. Að öðru leyti eigi þjónar kirkjunnar ekki að trufla líf fólks eða fjarvitund almennings til trúar. Þessa afstöðu til kirkju má kenna við fjarkirkju til aðgreiningar frá kirkjuvitund nærkirkju, kirkju nándar og nærandi tengsla.
Pistill

Kröfuhörð en þakklát æska

Börn og unglinga þyrstir í uppbyggjandi viðmót og umhverfi þar sem allir fá að njóta sín. Um leið og þau gera miklar kröfur til okkar sem störfum í æskulýðsstarfi er vandfundinn jafn þakklátur og skemmtilegur hópur. Þau biðja um einlægni hjartans og frábiðja sér hverskyns sýndarmennsku.
Pistill

Innflytjendur og íslensk tunga

Þó að það séu meiri líkur á samskiptaerfiðleikum ef maður skilur ekki íslenskuna, þá getur maður samt sem áður auðgað samfélagið með margvíslegum hætti.
Pistill

Silfurhúðin

Eins er með ríka bóndann í sögu Jesú. Það fer engum sögum af því að hann hafi fundið leiðir til að nýta fé sitt. Hann notaði það ekki til að gleðja sig og aðra. Hann horfði ekki í kringum sig. Hann gladdi ekki ástvini sína. Hann leitaði ekki uppi þau sem þurftu á hjálp hans að halda. Hann varði öllum sínum tíma í að hugsa út snjallari fjárhagsáætlanir, stærri hús til að geyma auðinn.
Predikun

Jesús var ekki klisjukarl

Hann samdi glæsilegar sögur til að lækna sjón, bæta heyrn, hreinsa hjörtu og bæta virkni heilans í fólki. Staldraðu við og spyrðu þig í sætinu þínu. Hvað er þér mikilvægast – þessu sem ekki hægt að stela frá þér?
Predikun

Jesús var ekki klisjukarl

Hann samdi glæsilegar sögur til að lækna sjón, bæta heyrn, hreinsa hjörtu og bæta virkni heilans í fólki. Staldraðu við og spyrðu þig í sætinu þínu. Hvað er þér mikilvægast – þessu sem ekki hægt að stela frá þér?
Predikun

Sjómannadagurinn, dagur minninga og fyrirbæna

Á bakvið stjörnurnar fjórar í fána sjómannadagsins, sem minna á þau sem hafið tók, eru slíkar spurningar og angistaróp sorgar og harma. Hugur okkar er hjá þeim sem syrgja og sakna, við sendum þeim kveðju samúðar og samstöðu úr helgidóminum. Við eigum ekki svörin, nema það svar sem umhyggjan gefur og samhygðin, það er svar kærleikans.
Predikun

Ávarp til brúðhjóna

allt í einu er litli hvítvoðungurinn sem svaf daginn út og inn farinn að snúa sér á skiptiborðinu og gera okkur bilt við með framförum sem við náðum ekki að fylgja og skyndilega hjalar barnið, skríður, stendur upp, tekur fyrsta skrefið, hleypur á eftir bolta, hjólar með hjálpardekkjum, hjólar án hjálpardekkja, rífur kjaft, litar á sér hárið, fær sér tattoo, kemur heim með kærustu og loks ber þér þær fregnir að þú sért að verða amma
Predikun

Íshafskirkjan og öryggisverðirnir

Guð er samt svo miklu meira en andlegur öryggisvörður sem á að passa upp á það að ekkert hendi okkur, enginn háski mæti okkur, engin sorg verði á vegi okkar. Guð er nefnilega líka sem kærleiksríkur vinur og vinkona, eins og faðir okkar eða móðir sem styrkir okkur og hjálpar til að gefast ekki upp, þegar á móti blæs, hjálpar okkar að rísa upp aftur...
Predikun

Börnin okkar

Kirkjan á alls staðar erindi en fyrst og síðast vill hún vera rödd þeirra valdalausu í veröldinni. Börnin eru í þeim hópi. Það er gríðarlega mikilvægt að börnin okkar, öll börnin okkar, alist upp umvafin elsku og hlýju og eigi jafna möguleika til þroska og lífsgæða.
Pistill