Trú.is

Von

Von er nátent öðru litlu þriggja stafa orði sem líka hefur djúpa merkingu og það er orðið trú. Án trúar er vonin máttlaus. Skoðum saman hvernig trú og von tengjast. Von er að trúa því að allt verði gott. Von er að sjá ljós í myrkri því sem lífið getur stundum verið.
Predikun

Dauðinn, upprisan og vonin

Eins og Jesús birtist konunum við gröfina og lærisveinum sínum eftir upprisuna mun hann einnig birtast okkur. Hann birtist okkur í öðru fólki, fólki sem hjálpar og styður, fræðir og huggar.
Predikun

Himinn og jörð, heimur og hel

Við sjáum það þegar barn fæðist. Þegar ljósið kviknar í augum þess og það horfir á heiminn í fyrsta skipti. Og himinn og jörð mætast þegar við lítum í augu barnsins og sjáum dýptina og viskuna sem aðeins er að finna hjá einhverjum sem hefur verið í návist við hið himneska.
Predikun

Máttvana kærleikur sigrar ástvana vald

Lesið NT og þið finnið Guð, sjáið Guð, heyrið hann tala, sjáið hann vinna kærleiksverk, skynjið fordómaleysi hans, óþol gegn órétti, ást á sannleikanum og samstöðu með fordæmdu fólki, fólki sem ástvana samferðamenn litu niður á.
Predikun

Jesús Kristur stórstjarna

Almáttugur minn, aldrei hefði ég trúað því að ein Liberobleyja gæti hreyft eins við tilfinningum mínum og raun ber vitni, hún rúmast í lófa mínum og týnist þar ef ég kreppi hann saman, litla stúlkan var um kíló að þyngd við fæðingu, í dag, fimm mánuðum síðar er hún eins og bragglegur nýburi að stærð og hún þroskast og dafnar eins og best verður á kosið. Sjaldan hef ég lifað upprisuna eins áþreifanlega og á þessum páskadagsmorgni
Predikun

Umburðarlyndi í fjórum útgáfum

Og í kristinni kirkju hljótum við að leggja stund á guðfræði og boðun sem leggur áherslu á að manneskjan sé elskuð, að manneskjan sé í lagi. Því jafnvel þó manneskjan lifi í ástandi syndugs heims þá er hún góð sköpun Guðs, hugrökk eins og konurnar á páskadagsmorgunn, elskuleg eins og konan sem þvoði höfuð Krists með ilmolíum og skörp eins og Marta og Pétur þegar þau játuðu að Jesús væri sonur Guðs.
Predikun

Upprisustef í nútímanum

Sumir afgreiða páskaboðskapinn sem hættulegt fyrirbrigði, hann blindi ómótaðar sálir, áhrif hans séu mjög óæskileg því allir skynsemisþankar hverfi út í veður og vind. Þetta eru sömuleiðis raddir, sem telja að trú og vísindi eigi litla sem enga samleið.
Predikun

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Gömlu, góðu siðferðisgildin eru ekki horfin úr vitund þjóðarinnar. Því fer fjarri að hér hafi orðið siðrof eins og ætla mætti af ýmsu því sem fyllir fréttir dagsins. Kirkjan er ein grunnstoða hins góða mannúðarsamfélags sem við viljum sjá dafna á Íslandi.
Predikun

42 metrar til Sahel

Það er ekki langt á milli hinnar opnu grafar og alla leið til Sahel. Það eru ekki nema 42 metrar á milli Sahel og páskanna okkar. 42 metrar af því sem við getum mælt og reiknað af lífslíkum barnanna þar, barna sem við getum bjargað, ef við bregðumst nógu snemma við, 42 metrar af lífi sem getur umbreyst ef við bara veitum því athygli og umhyggju. Og Sahel er víða.
Predikun

Ástin sættir sig ekki við takmarkanir

Einhvern veginn er það ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður horfir yfir hamfarasvæði að fara að hekla skó úr stuttermablolum. Hvaða kraftur býr að baki þeirri ótrúlegu hugmyndauðgi að láta sér detta annað eins í hug? Þú veist það.
Predikun

Páskafólk

Ef við temjum okkur jákvæðni í lífinu höfum við lært lífsleikni, sem hjálpar í þrautum og þegar eitthvað verður okkur mótdrægt. Við verðum þar með sunnudagsfólk. En þegar við heyrum páskaboðskapinn og tökum hann til okkar verðum við að auki páskafólk.
Pistill

Unga fólkið er framtíðin

Unga fólkið er framtíðin. Það er alveg ljóst að ef börnin eru ekki frædd og þeim kennt að fara í kirkju þá veikist kirkja framtíðarinnar.
Pistill