Trú.is

Sjálfusótt

…varðar sjálfusótt einstaklinga og ég-menninguna. Sjálfusóttin getur verið jafn skefjalaus og fíkn og hefur líka skelfilegar afleiðingar í fjölskyldum þeirra sem eru kengbogin inn í sjálf sig. Engin bót verður nema fólk breytist, fái nýtt líf.
Predikun

Nafnlausa fólkið

Þegar ég er nafnlaus er ég sett í ákveðinn hóp. Ef ég er nafnlaus, eru það einkenni hópsins, ekki mín persónueinkenni, sem fólk ætlar mér. Ef ég er nafnlaus, þekkir fólk mig ekki. Ef ég er nafnlaus, má segja hvað sem er um mig. Ef ég er nafnlaus, má koma fram við mig eins og ég hafi engar tilfinningar. Ef ég er nafnlaus er fólki sama um örlög mín. Ef ég er nafnlaus, þarf ekki að syrgja mig.
Predikun

Hólahátíð og prestsvígsla Höllu Rutar Stefánsdóttur

Við allar kirkjulegar athafnir er miðlun trúar það sterkasta sem við gerum. Við öll verk presta er miðlun trúar svo óendanlega mikilvæg og við megum aldrei gleyma því sem er mikilvægast. Við eigum að boða upprisuna við útfarir, boða samfélgið við Krist við skírnina, við eigum minna á bænina við hjónavígslur og hvetja fermingarbörn til þátttöku í kirkjulegu starfi. Jesús Kristur var alltaf að boða í orði og verki.
Predikun

Kirkjan í sveitinni

Og ekki leið á löngu fyrr enn skuldin við kaupmanninn á Seyðisfirði var að fullu greidd. En uppi stóð þetta fallega hús sem enn er hlúð að af sama metnaði og alúð og mótað hefur viðhorf fólksins í sveitinni til kirkjunnar sinnar um aldir.
Predikun

Ég er eins og ég er

Ef einhver hópur í samfélaginu þekkir hvernig það er að vera í þessari stöðu þá er það samkynhneigt fólk. Lengi vel var gerð sú krafa að þau væru ekki þau sjálf, heldur einhver önnur.
Predikun

Myrkur tónn, björt sýn

Dómur byggir alltaf á einhverri forsendu. Hún kann að vera skráð í lögbækur, réttarkerfi, siðareglur. Þar eru orðaðar þær hugsjónir sem mannlegt samfélag á að lifa eftir. Sá er einmitt útgangspunkturinn í því áfelli sem hér er flutt.
Predikun

Eilífðarlindin undir ásnum

Í gegnum hjarta hennar nær hann sömuleiðis til fólksins í heimabæ hennar, við þessa tengslamyndun verður til hjálpræði, svona skal kirkjan virka í gegnum tengsl, án fordóma, full af viðurkenningu. Í persónulegri nálgun, samtali, þjónustu, þá lærum við að þekkja sögu hver annars og sýnum þannig hvert öðru frekari skilning.
Predikun

Prédikun í Austurdal

Jafnvel þó að gamla sóknarkirkjan standi ein eftir, og sóknin eydd, þá vitnar hún samt um þann Guð sem kallar okkur til fylgdar við sig og er okkur ávallt og alls staðar nálægur. - Ávallt með í för.
Predikun

Yfir í Fjörðum

Við finnum það kannski með áþreifanlegri hætti þegar við erum stödd á svona stað eins og hér í Þorgeirsfirði hvað það er margt sem hefur breyst í okkar högum sem hefur þannig breytt okkur sem manneskjum og samfélagi, siðum okkar og venjum, viðhorfum til lífsins, við höfum jafnvel minni þröskuld gagnvart mótbárum og ábyrgð, spyrjum meira um réttindi en skyldur, höfum úr svo mörgu að velja er gerir okkur allt að því ringluð, erum meiri neytendur en forfeður og formæður í Fjörðum og gerum í því samhengi öllu miklu meiri kröfur til margvíslegra hluta.
Predikun

Skakkur turn, druslur og byltingar

Þegar ég var unglingur var enn verið að ræða það hvort konur væru hæfar til þess að taka fullan þátt í stjórnmálum, stjórna fyrirtækjum eða gegna mjög ábyrgðarmiklum stöðum yfirleitt vegna þess að þær færu á blæðingar einu sinni í mánuði. Og allir vita nú hvað konur verða erfiðar og óáræðanlegar þá.
Predikun

Grundvöllurinn skiptir máli

Í Guðspjalli dagsins erum við vöruð við því að reisa hús okkar á sandi, það er heimska segir Jesús því hús reist á sandi stendur ekki lengi – það mun falla! Jesús hvetur okkur til þess að vanda okkur og grundvalla líf okkar á því sem mölur og ryð geta ekki eytt. Jesús hvetur okkur til þess að grundvalla líf okkar á orði sínu, það kallar okkur til þess að elska, Guð og náungann.
Predikun

Súrdeigs, heilhveiti eða normal?

Það er til nóg af brauði í heiminum. Það er til nóg af fæðu til þess að fæða allan heiminn. Samt á meirihluti fólks í heiminum ekki fyrir mat, hefur ekki efni á glútenóþoli heldur fastar án þess að það sé hluti af sjálfvöldum lífsstíl.
Predikun