Trú.is

Við unnum!

Lífið snýst um kosningar. Við erum alltaf að velja, taka ákvarðanir. Á hverju andartaki veljum við eitthvað. Hugsun okkar er stöðugt að í kosningavinnu. Ég hef áður haldið því fram að upphaf stjórnmála í nútímaskilningi eigi sér rætur í því er Ísraelslýður kaus að yfirgefa Egyptaland undir forystu Móse.
Predikun

Með einum huga stöðug í bæninni

Mikið er nú undursamlegt að fá þessi orð, þessi skilaboð með sér frá vígsludegi. Gefið þessum orðum gaum, kæru vígsluþegar, já, við skulum öll hugfesta þau. Þau lýsa því þegar uppstigningardagur var að baki og hvítasunnan framundan. Að baki voru 40 gleðidagar, þar sem hver stund, sérhver dagur var borinn uppi af návist hins upprisna Jesú.
Predikun

Börnin og mengun hugarfarsins

Ég sat með dótturdóttur mína í fanginu og var að lesa fyrir hana bók sem nýlega hafði borist inn á heimilið. Bókin hét Húsið mitt og var kynnt sem liður í forvarnarstarfi. Forseti lýðveldisins ritar formála og fyrrverandi menntamálaráðherra ritar eftirmála, báðir hvetja foreldra til meðvitundar um uppeldi barna sinna og þau áhrif sem til heilla mega horfa.
Predikun