Trú.is

Börn Guðs

Jesús sagði: Ég er ljós heimsins… og hann sagði að við ættum að ganga í ljósinu svo við verðum ljósssins börn… því að sá sem gengur í myrkri veit ekki hvert hannn er að fara.
Predikun

Laun og náð Guðs

Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni? spyr Prédikarinn… Það er augljóst að hann er ekki að spurja um… gagnsemi stritsins… á meðan maðurinn lifir… heldur er hann að velta fyrir sér… hvaða gagn maðurinn hafi af stritinu eftir dauðann… þegar sá sem stritaði er horfinn af jörðinni…
Predikun

Að taka það hlutverk sem Guð velur þér

Hlutverkin breytast ekki þó umheimurinn breytist og fólk hafi ekki í heiðri það sama og við, er mikilvægt að láta það ekki taka yfirhöndina. Við getum haldið okkar siðum og haldið í það sem okkur er heilagt og kennt öðrum að virða og meta það. Við þurfum að varðveita trúna í hjartanu… geyma ljóma dýrðar Drottins þar og muna að fyrir Guði erum við, hvert og eitt okkar MJÖG dýrmætir þjónar í mjög mikilvægum hlutverkum.
Predikun

Hlýðni

Skilaboðin í Rómverjabréfinu, voru að við eigum ekki að vera hálfvolg, heldur eigum við að vera brennandi í andanum, glöð, þolinmóð og staðföst í öllu sem viðkemur trúnni. Við eigum að hafa andstyggð á hinu vonda en halda fast í hið góða. Hlýðni við Guð… er trausts-yfirlýsing…
Predikun

Skírn Jesú

Guðspjallið sagði frá því þegar Jóhannes skírði Jesú. Í raun og veru var það Guð sem sá um þessa skírn því himinninn opnaðist, rödd Guðs staðfesti að Jesús væri sonur hans og heilagur andi sveif yfir.
Predikun

Treystum á handleiðslu Guðs.

Því… Guð hefur sjálfur sagt: „Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“ Því getum við örugg sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Og sálmurinn sagði: Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns… Já, okkar eilífi Guð, hefur blessað mannkynið frá upphafi heims… og enn í dag getum við treyst á handleiðslu hans og blessanir þegar við mætum erfiðleikum…
Predikun

Við og þau

Raunin er líka sú að kristin trú hefur breytt heiminum. En hún gerir það ekki með því að telja okkur trú um það að við séum alltaf óvart búin að velja rétta hlutskiptið, að okkar hópur sé betri öðrum hópum. „Við“ við séum betri en „þau“.
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Kyrrðarstund á kyndilmessu

Hvar erum við stödd einmitt núna, á kyndilmessu 2021? Hvernig er vetrarforðinn okkar? Höfum við gengið á birgðirnar innra með okkur?
Pistill

Að gefnu tilefni

Það sem ég þekki til get ég fullyrt að biskup Íslands hefur lagt sig í líma við að leysa úr þeim málum á sem farsælastan og bestan máta.
Pistill

Ein stór fjölskylda

Hvað er það dýrmætasta sem við eigum?Svarið er: fjölskyldan. Það er alltaf fjölskyldan… Okkar nánustu… þegar við segjum ,,nánustu” þá erum við ekki að tala um mikinn fjölda… því við hugsum í smáum einingum… EN Guð hugsar STÓRT… Hann lítur á okkur öll sem eina stóra fjölskyldu, við erum börn Guðs og hann vill eiga okkur öll, vill ekki að neinn úr hópnum glatist…
Predikun