Trú.is

Hreyfiafl trúarinnar

Kristið fólk – og líklega trúað fólk almennt – býr við þau forréttindi að geta túlkað lífshlaup sitt með tungumáli trúar sinnar. Við eigum auðugan menningar- og málheim sem við getum gengið inn í og tileinkað okkur, já samsamað okkur. Þar ber Biblíuna hæst samkvæmt skilningi siðbótakirknanna en líka hefðina sem systurkirkjur okkar sem kenndar eru við austur og vestur nýta sér ríkulega og birtist skýrast í helgihaldinu.
Predikun

Klikk, kikk og áramótaheit

Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Predikun

Samhengi og sátt

Við fáum að taka á móti sátt og fyrirgefningu inn í líf okkar, frelsi frá þeirri fortíð sem breytir í saltstólpa, frelsi til nýs lífs, til nýrrar sköpunar, nýs upphafs. Við þurfum engan að klaga, þurfum enga beiskjurót að bera eða kala í hjarta til nokkurs manns því Jesús veit sjálfur hvað í hverri manneskju býr og er fullkomlega fær um að koma á jafnvægi og sátt inn í það sem ójafnt hefur verið.
Predikun

Allt sem við gerum hinni minnstu móður

Þessi linnulausi mæðradauði er glæpur gegn mannkyni. Glæpur gegn mannkyni flokkast sú aðför sem er almenn og kerfisbundin og beinist gegn mannlegri reisn og virðingu. 99% prósent kvenna sem deyja af barnsförum búa í þróunarlöndum. Þetta er engin tilviljun. Mæðradauði er almenn og kerfisbundin aðför að öryggi og mannlegri reisn.
Predikun

Nýja árið og lífsgildin

Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar.
Predikun

Bjóðum valdinu birginn

Þau samfélagsöfl sem Jesús bauð birginn með boðun sinni fyrir rúmum 2000 árum eru því miður enn að verki í dag, og miðað við það sem hefur verið efst á baugi í fréttum á síðasta ári, hafa þau ekkert látið undan síga. Það getur verið auðvelt að láta sér fallast hendur þegar við stöndum frammi fyrir þeim, en það er okkar hlutverk að bjóða birginn öllum þeim öflum sem ástunda ranglæti, kúgun og misnotkun. Þetta er okkar hlutverk, bæði sem einstaklingar, og sem kirkja. Því að kirkjan má aldrei gleyma þeirri skyldu sinni að taka sér alltaf stöðu með lítilmagnanum. Þeirri skyldu sinni að taka sér alltaf stöðu gegn valdinu. Að bjóða valdinu birginn. Að því leyti á kirkjan alltaf að vera í stjórnarandstöðu. Að því leyti má kirkjan aldrei verða það nátengd hinu veraldlega valdi, að hún fari að njóta forréttinda og verða værukær.
Predikun

Sumarhúsasyndromið

Sakarábyrgð lítur um öxl en deild ábyrgð horfir fram á veginn.
Predikun

Göngum saman djörf og sterk

Við þurfum líka að horfa heim. Í morgun heyrði ég í fréttum að tæp tíu prósent þjóðar okkar búi við efnalegan skort af einhverju tagi. Það þýða tvö hundruð manns hér í Borgarprestakalli. Við þurfum ekki bara sátt þjóðar um laun lækna, heldur líka kjör þeirra sem lakast standa.
Predikun

Fíkjutréð og fyrirgefningin

Fíkjutréð fékk eitt tækifæri enn, eitt ár í viðbót til að ná sínum árangri og bera ávöxt. Við stöndum sjálf í þeim sporum einmitt núna. Er það ekki frábært?
Predikun

Sagan um lífið

Þessi saga varpar ljósi yfir allt fólkið sem reynist mér svo vel og finn að ég get ekki án verið.
Predikun

Fjölskylduleyndarmál

Sagan um Edith og dóttur hennar er saga um fjölskylduleyndarmál rétt eins og sagan af fæðingu Jesú. Mér þykir líklegt að einhver fjölskylduleyndarmál séu í þinni fjölskyldu rétt eins og í minni. Þau þurfa kannski ekki að snúast um leynilegar ættleiðingar eða rangfeðrun, en þau geta gert það.
Predikun

Litlabarn heimsins

Hugurinn hvarflar til áhafnarinnar á varðskipinu Tý sem bjargaði 408 flóttamönnum af flutningaskipi austur af Möltu skömmu fyrir jól. Það var rúm í gistihúsinu. Skipreika flóttafólk, konur og börn á flótta undan sprengjuregninu heima fyrir. Hvaða framtíð bíður þeirra? Við erum að tala um málstað Jesú.
Predikun