Trú.is

Þungur steinn hversdagsleikans

Hversu oft skildum við standa frammi fyrir þungum steini hversdagsleika veruleikans og velta fyrir okkur á hvern hátt við getum velt honum frá og eða hvar er hægt að fá hjálp við það. Hugsun okkar og hugmyndir leyfa okkur að velta honum frá vitund okkar en það nær ekki lengra. Þegar á þarf að taka í raunveru okkar haggast hann ekki.
Predikun

Sigurhátíð

Framundan eru gleðidagarnir í kirkjunni okkar, sem standa munu fram á uppstigningardag. Við skulum gera þá daga að sannkölluðum gleðidögum í eftirfylgdinni við Drottin Jesú. Það gerum við með því að bera fram þakkir á hverjum degi – fyrir kærleika Krists og sigur hans – og lifa í þessum sigri.
Predikun

Lífsins lind

Tveir menn deildu fangaklefa. Á klefanum var einn gluggi með rimlum fyrir. kvöld eitt sátu þeir, horfðu út um gluggann og hugsuðu sitt en það var sitt-hvað sem þeir hugsuðu. Á meðan annar starði út í sótsvart myrkrið þar sem ljósið af ljóskösturunum á fangelsismúrunum speglaðist í forarvilpunum og sökkti sér í sjálfsvorkunn og bölsýni, hóf hinn augu sín, naut þess að horfa á stjörnurnar glitra á flauelssvörtum kvöldhimninum og hlakkaði til þess dags er hann fengi gengið sem frjáls maður undir þessum himni.
Predikun

Hann er hér

Gröfin er tóm. Predikun á páskamorgni, útlegging helgra texta þessa dags, þessa undarlega, undursamlega dags verður hljómlítil og nánast aumkunarverð frammi fyrir upprisuundrinu. Margar stærstu fréttir sem við fáum, hvort sem er um líf eða dauða, eru þannig. Fréttir um óvænt andlát, fréttir um undursamlega björgun gera orðin smá. Hann er upprisinn.
Predikun

Gleðidagar

Páskavakan að kvöldi laugardagins á sér afar fornar rætur. Það var skírnarhátíð frumkirkjunnar. Hún fer fram um miðnætti. Mikilvægustu þættirnir eru tendrun páskaljóssins, lestrarnir sem rekja hjálpræðissöguna, minning skírnarinnar og páskamáltíðin. Þetta er sterk og hrífandi guðsþjónusta.
Pistill

Gröfin - Þögnin - Upprisan

Laugardagur fyrir páska er dagur þagnarinnar. Þetta er kyrrasti dagur hinnar kyrru viku. Drottinn er í sínu heilaga musteri. Öll jörðin veri hljóð frammi fyrir honum. (Hab. 2.20).Heilög ritning geymir marga staði sem hvetja til þagnar.
Pistill

Föstudagurinn langi

Krossinn er ekki svar við spurningum hlutlausrar hugsunar. Hann svarar þegar hjartað spyr um hjálp – þegar öll vera manns stendur nakin og óttaslegin frammi fyrir ógnum þessa heims. Hann svarar þeim sem finna til með öðrum og eru tilbúin að horfast í augu við eigin veikleika, eigin dauða. Hann svarar er við leitum til hans í bæn.
Predikun

Hólmganga

Samhengi dauðans og reikningskilanna. Hvar er það? Að dauðinn sé vegurinn heim að dómstól Drottins – hver segir það? Að lífið sé barátta góðs og ills, reynsluvegur í eftirfylgd, þar sem Kristur leiðir og leiðbeinir, hver veit það? Við vitum það.
Predikun

Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig

Í dag, á föstudaginn langa, staðnæmumst við á Golgatahæð, horfum á krossinn, virðum fyrir okkur hann sem leið - tók út þjáningu og kvöl vegna kærleikans. Stemningin við krossinn var undarleg, fólk stóð í tveimur flokkum, hermennirnir, annars vegar, sem spottuðu hann og hæddu, og hins vegar vinir Jesú, sem fylgdu honunm alla leið, meðal annarra móðir hans María, móðursystir hans, María og María Magdalena.
Predikun

Ástin sem lifir dauðann

Þrjóturinn, þjófurinn og morðinginn Tsotsi kynnist ástinni, ástin sem hlær framan í hann sem lítið barn, ástinni sem drekkur, gefur brjóst, baðar og nýtur alls þessa, eins og móðir og barn. Hann kynnist ást sem er varnarlaus og smá, en er þó öllu öðru yfirsterkari. Það er ástin, „ástin sem lifir dauðann,“ ástin sem kallar hann til mennsku ...
Predikun

Jesúborð og myndir

Skírdagur er mikill tákndagur. Í textum og atferli dagsins eru tákn. Í messulok verða altarisgripir fjarlægðir og fimm rósir lagðar á altarið til tákns um inntak píslargöngu og dauða Jesú. Kvöldmáltíðarmyndir aldanna eru gluggar til dýpta og túlkunar.
Predikun

Skelfing á föstu

Gólf verslunarhallarinnar er lagt gljáðum marmara og hvert sem litið er má sjá verslanir með glampandi tískumerkjum nútímans. Upp úr marmaraflísunum rísa hógvær þil með myndum sem veita okkur innsýn í líf þrælabarna á Indlandi. Réttlausra barna sem strita myrkranna á milli og eiga ekki í sig eða á þrátt fyrir langan vinnudag.
Pistill