Lúther og Nikódemus
Þegar við fylgjumst með umræðu um trú og kirkju er auðvelt að fá á tilfinninguna að hin raunverulega glíma manneskjunnar við hinstu rök tilverunnar, fari fram einhvers staðar annars staðar. Við stöndum okkur vel í að halda utan um gamlar spurningar og gömul svör – höldum þeim til haga og útlistum þau vandlega – en tökum við slaginn um það sem brennir á okkur hér og nú?
Kristín Þórunn Tómasdóttir
11.6.2006
11.6.2006
Predikun
Auðlindir í þágu lífsins
Háværar deilur hafa staðið yfir um langt skeið á meðal þjóðarinnar um stjórnkerfi fiskveiðanna. Fiskurinn í sjónum er ekki ótakmörkuð auðlind, heldur verður að stunda veiðarnar þannig að fiskistofnar geti viðhaldið sér, blómagast og eflst. Þess vegna er það raunarlegt að í skjóli verndunar skuli þrífast stjórnkerfi sem ýtir undir brask í viðskiptum með fiskveiðiréttinn. Með því hefur þjóðin fylgst í forundran mörg undanfarin ár hvernig rétturinn til aðgangs að veiðum hefur orðið að féþúfu í orðsins fyllstu merkingu.
Gunnlaugur S Stefánsson
11.6.2006
11.6.2006
Predikun
Heilög þrenning
Hugtakið, heilög þrenning, er ekki að finna í ritningunni, en veruleikinn er þar til staðar, af því að það er ekki uppfundið af kirkjuþingum og guðfræðingum, heldur sprottið úr reynslu bænar og trúar. Að Guðdómurinn er þríeinn, heilög þrenning, er ekki kenning sem smíðuð er af spekingum til að flækja málin, heldur reynsla trúarinnar af þeim Guði sem er kærleikur, samfélag í umhyggju og kærleika.
Karl Sigurbjörnsson
11.6.2006
11.6.2006
Pistill
Boltinn farinn að rúlla á HM í knattspyrnu!
Fótbolti er skemmtileg íþrótt sem stuðlar að heilbrigði líkama og sálar. Íþróttin getur stuðlað að virðingu og auknu manngildi. Boltinn getur brúað ólíka menningarheima og tungumál, enda er íþróttin ein sú vinsælasta í heiminum.
Þorvaldur Víðisson
9.6.2006
9.6.2006
Pistill
Tungutak trúarinnar
Annars vegar felur hvítasunnudagurinn í sér opinberunarstef. Guð mætir manneskjunni í heilögum anda með því að blása þrótti og lífsanda í hjörtu þeirra sem trúa. Hins vegar felur gjöf heilags anda í sér trúarreynslu sem mótar alla þá sem fyrir henni verða.
Kristinn Ólason
8.6.2006
8.6.2006
Predikun
6.6.6. og 24/7
Engin ástæða er til að óttast föstudaga sem bera upp á 13. dag mánaðar og ekki heldur dagsetningar eins og 6.6.2006. Hins vegar er ástæða til að óttast 24/7 þegar allir vinna alla daga..og hver dagur verður öðrum líkur.
Örn Bárður Jónsson
7.6.2006
7.6.2006
Pistill
Stærsta fréttin
Atburðirnir fyrir 2000 árum í Jerúsalem, á fyrsta hvítasunnudag, eru merkilegri og stórkostlegri en nokkur orð fá tjáð. Þetta var 50 dögum eftir páska, 10 dögum eftir uppstigninguna og himnaförina. Lærisveinarnir ellefu höfðu að mestu verið í felum eftir atburðina á Golgata, enda leituðu yfirvöld þeirra og vildu meiða.

Sigurður Ægisson
5.6.2006
5.6.2006
Pistill
Og andi Guðs sveif yfir vötnunum
Í þessu sambandi las ég um daginn í bók eftir Martin Lönnebo biskup. Þar notar hann nýtt nafn á manneskjur nútímans. Við þekkjum hugtakið homo sapiens, þ.e. hina viti bornu manneskju, en Lönnebo spyr hvort við séum að verða homo ekonomikus eða homo animalus.
Jón D Hróbjartsson
5.6.2006
5.6.2006
Predikun
Guð sér þig
Hvaða Guðsmynd boðar kirkjan okkar? Guð sendi anda sinn hinn fyrsta hvítasunnudag til þess að geta verið með okkur alltaf, allsstaðar. Allt líf okkar mótast af því hverlags sýn við höfum, hvernig við sjáum. Hvernig við sjáum okkur sjálf ekki síst.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
4.6.2006
4.6.2006
Predikun
Undir áhrifum
Heilagur andi getur birst okkur í kyrrð, þegar hugur og hjarta hvílast í hinum helga og háleita. Heilagur andi birtist líka á gleði fólks, barnslegri gleði og einlægri hamingju yfir lífinu. Fylgjendur Jesú voru yfirmáta glaðir á hvítasunnudag.
Örn Bárður Jónsson
4.6.2006
4.6.2006
Predikun
Tveggja turna tal
Friðurinn sem Jesús lofar að gefa okkur kemur þar sem konur og menn fá að tala sínu máli. Sá friður óttast ekki sérkenni náungans, þjóðerni, litarhátt, þjóðfélagsstöðu, fátækt, ríkdæmi eða trúarjátningu. Hann byggir á því að þú og ég höfum fengið gjöf heilags anda, sjáum hlutina frá sjónarhóli sem er hærri en hlaðvarpi eigingirni og ótta.
Carlos Ari Ferrer
4.6.2006
4.6.2006
Predikun
Ábyrgur ráðsmaður Guðs
Hugsunin er sú að við séum sett á þessa jörð til þess að ráðskast með sköpunina á ábyrgan hátt. Lifa í sátt og samræmi við náttúruna og skila henni til komandi kynslóða betri ef eitthvað er en hún var er við tókum við henni.
Predikun
Færslur samtals: 5883