Fyrirheitna landið
Glíma Spielberg við herleiðinguna, fyrirheitna landið, frelsarann, hatrið og ógnina er um margt mögnuð saga. Mikið hefur verið litið til hefndarinnar og hryðjuverka í umfjöllun um Munich. Skiljanlega, enda fjallar myndin um hryðjuverk og hefndaraðgerðir. Það er þó ekki síður áhugavert að skoða samspil bókstafstrúar og túlkandi guðfræði í umfjöllun myndarinnar um herleiðinguna og fyrirheitna landið.
Halldór Elías Guðmundsson
17.2.2006
17.2.2006
Pistill
Manstu?
Manstu eftir fyrstu ástarsorginni þinni? Manstu hvað hún var sár, svo sár að þér var illt í hjartanu? Kanski varstu orðin fullorðin, kanski enn á unglingsaldri. En hvar sem þú varst stödd á lífsgöngu þinni, barn eða fullorðin þá var þér illt í hjartanu. Sorg þín var djúp.
Guðný Hallgrímsdóttir
15.2.2006
15.2.2006
Pistill
Það sem fólki er heilagt
Birting Jótlandspóstsins í Danmörku á tólf teikningum sem hæddust að Múhameð spámanni hafa vakið hörð viðbrögð múslima víða um heim og hrundið af stað mikilli umræðu um prentfrelsi, mannréttindi og árekstra menningarheima. Myndbirtingarnar og viðbrögðin við þeim er enn ein áréttingin á mikilvægi almennrar trúarbragðafræðslu.
Bjarni Randver Sigurvinsson
13.2.2006
13.2.2006
Pistill
Launastefna himins eða jarðar
Í þeirri nýju víkingaöld sem upp er runnin yfir Ísland er ríkjandi það meginmarkmið víkinganna að flytja í bú sitt sem mestan feng héðan að og þaðan. Maður er feginn hverjum deginum sem líður án þess að fréttir berist um brennd þorp og hrunin samfélög. Í samhengi víkingatímans er guðspjallið um að hinir síðustu geti orðið hinir fyrstu, eins og afar mislukkaður brandari.
Kristján Valur Ingólfsson
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Hjúskaparlögin og handbók þjóðkirkjunnar
Það liggur fyrir sem meginstefna þjóðkirkjunnar síðan á árinu 1998 að ekkert sé því til fyrirstöðu að prestar í þjóðkirkjunni annist athöfn til blessunar og fyrirbænar yfir tryggð og trúfesti samkynhneigðra para þegar þau óska eftir því.
Kristján Valur Ingólfsson
12.2.2006
12.2.2006
Pistill
Verkamenn í víngarði Drottins
Himnaríki er ástand. “til komi þitt ríki” segjum við í Faðir vor-inu. Í því felst ósk um að vilji Guðs megi ríkja í einu og öllu í tilveru okkar hér á jörðu. Þessi litla setning verður okkur keppikefli og hvatning. Hvað felst í orðnu “himnaríki” er viðfang Jesú í dæmisögu dagsins.
Örnólfur Jóhannes Ólafsson
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Uppskerutími
Heimsbyggðin hefur skolfið undanfarið af reiði múslíma víða um heim vegna birtingar teikninga af Múhameð spámanni sem birst hafa í blöðum í Danmörku, Noregi og víðar. Reiðin sem þær hafa leyst úr læðingi kemur okkur spánskt fyrir sjónir og við undrumst hatrið og það hugarfar að Danir og Norðmenn séu réttdræpir þótt þeir hafi sem einstaklingar ekkert til saka unnið.
Kjartan Jónsson
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Launastefna himnaríkis og starfslokasamningur
Guð greiðir jafnt þeim, sem koma snemma til vinnu, og hinum, sem koma seint. Guð er ekki hreppaguð heldur skapari litríkrar fjölvíddarveraldar, djúp allrar elsku, ljós alls ljóss. Lífeyrissjóður himins er digur.
Sigurður Árni Þórðarson
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Tjáningarfrelsisstríðið og guðfræði fyrirgefningarinnar
Tjáningarfrelsisstríðið hefur ekki aðeins magnað upp andúð í garð annarra menningarheima, heldur hefur það orðið til að vanvirða og lítillækka þá tjáningu sem er helgust í hugum allra manna, sem er tjáning trúarinnar og tjáning sannfæringarinnar.
Kristján Björnsson
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Atvinnulífið og himnaríki
Í guðspjallinu er ekkert minnst á arðsemiskröfu, en þó er minnt á að húsbóndinn er sjálfur fjár síns ráðandi. Honum leyfist því að greiða þeim jafn mikið sem komu seinna til starfa, jafnt og þeim sem fyrst voru ráðnir. Hann á jú fyrirtækið. Þrátt fyrir þessa ráðstöfun hefur hann staðið við þá samninga sem gerðir voru að morgni um denar í daglaun.
Friðrik Hjartar
12.2.2006
12.2.2006
Predikun
Myndbannið og íslam - Hver móðgar mest?
Ekkert lát er á mótmælum í hinum múslimska heimi vegna teikninga sem birtust í dönsku dreifbýlisblaði fyrr í vetur. Í hinum vestræna heimi er fólk fyrst og fremst undrandi og reynir að skilja hvað hafi eiginlega gerst. Ótal álitsgjafar eru kallaðir í viðtöl eða koma sjálfviljugir fram á sjónarsviðið og gera sitt til að upplýsa málið.
Gunnlaugur A. Jónsson
10.2.2006
10.2.2006
Pistill
Færslur samtals: 5884