Trú.is

Fyrirgefðu

Sál sem ekki fyrirgefur breytist í skrímslagarð. Þar stjórna ófreskjurnar hatur, reiði, æði, óstjórn og vanlíðan. Það er hagnýtt sjálfshjálparmál að tryggja að maður verði ekki gerður útlægur úr sjálfum sér, tapi heimili sínu í líkama og sál sinni, verði friðlaus andi á flótta undan æpandi ófreskjum hið innra. Í prédikunin er fjallað um fyrirgefningu.
Predikun

"Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni."

Það getur verið margt mannanna bölið, en misalvarlegt þó. Vírus smitaði tölvuna mína ekki alls fyrir löngu,- barst með tölvupósti til mín og sjálfsagt einnig til margra annarra víða um heim. Skaðinn varð þó ekki mikill sem betur fer, en þó sundraði vírusinn gögnum og eyddi einhverju út af harða diskinum,- og áberandi var hvernig hann réðist bara á tiltekin gögn en lét önnur eiga sig. Slíkir vágestir eiga sér ákveðið upphaf en eru á örskotsstundu búnir að dreifa sér um hinn tölvuvædda heim, svo sérfræðingar þurfa stöðugt að vinna að því að endurnýja og betrumbæta varnaforritin, svo þau fái ráðið við sífellt nýjar tegundir tölvuvírusa.
Predikun

Syndin á einn eða annan hátt

Textarnir sem lesnir eru í kirkjum landsins á þessum Drottins degi sem er 19. sd. eftir þrenningarhátíð, fjalla allir um syndina á einn eða annan hátt, eins og við höfum fengið að heyra. Guðspjallið segir frá því þegar Jesús fyrirgefur manni, sem er lamaður, syndir hans og lendir í orðaskaki við farísea af því tilefni.
Predikun