Trú.is

Hamingjan er hverful

Og það er bæn mín, að þegar þú gengur héðan úr kirkjunni í dag, takir þú með þér þessa blessun. Alveg sama hvernig þér líður, alveg sama þótt þú finnir ekki til hamingju, og finnist líf þitt kannski ekki farsælt, þá máttu trúa því að þú getur lifað í blessun Guðs.
Predikun

Ávarp við setningu kirkjuþings 5. nóvember 2016

Við erum saman á þeirri vegferð að byggja upp og viðhalda sterkri kirkju, Guði til dýrðar og náunganum til blessunar. Það gerum við með faglegum vinnubrögðum, aukinni fræðslu, fjölbreyttu helgihaldi, þjónustu í nærsamfélaginu, sérþjónustu og samtali. Með því að hafa skýrt skipulag og boðvald, virða mörk og ákveða og setja víglínur.
Pistill

Kirkjan er ekki ríkisstofnun

Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja...
Pistill

Kirkjan er ekki ríkisstofnun

Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja...
Pistill

Lúther pönk

Hugsaðu þér, Lúther hengdi upp mótmæli sín í 95 liðum á kyrkjudyrnar og kirkjan klofnaði. Það sem hann sagði skipti máli. Rödd hans heyrðist. Samt var hann ekkert sérstakur í sjálfu sér, hann var hvorki ríkur né frægur, heldur venjulegur munkur sem fylgdi sannfæringu sinni og með því breytti hann heiminum. Það skiptir nefnilega máli það sem við segjum. Þú getur látið í þér heyra. Þú mátt mótmæla þegar þú sérð óréttlæti.
Predikun

Lúther pönk

Hugsaðu þér, Lúther hengdi upp mótmæli sín í 95 liðum á kyrkjudyrnar og kirkjan klofnaði. Það sem hann sagði skipti máli. Rödd hans heyrðist. Samt var hann ekkert sérstakur í sjálfu sér, hann var hvorki ríkur né frægur, heldur venjulegur munkur sem fylgdi sannfæringu sinni og með því breytti hann heiminum. Það skiptir nefnilega máli það sem við segjum. Þú getur látið í þér heyra. Þú mátt mótmæla þegar þú sérð óréttlæti.
Predikun

Frelsi, siðbót eða bylting

Ræða flutt í Glerárkirkju 30. október 2016 og birt á siðbótardaginn sjálfan 31. október. Það var daginn eftir kosningar. Textar dagsins voru: Jer 31.31-34; Róm 3.21-28; Jóh 8.31-36. Þema ræðunnar voru orð Jesú í guðspjallinu: „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“. Og: „Ef sonurinn frelsar ykkur munið þið sannarlega vera frjáls“. Það voru sungnir sálmar eftir Lúther: Upphafssálmur sb. 335: Guð helgur andi; Lofgjörðarvers sb. 157: Í dauðans böndum. Fyrir prédikun sb. 284: Vor Guð er borg á bjargi traust; Við útdeilingu sb. 237: Jesús Kristur, lífsins ljómi. Nokkrar myndir lét ég fylgja til íhugunar efninu eftir Elisabet Wood, biblíumyndir sem fundust á háalofti Barnaskóla Íslands á Brekkunni, Málverk af Jesús blessar börnin úr Kaupangskirkju eftir óþekktan málara og Komið til mín eftir Carl Bloch.
Predikun

The good place

Allt er fallegt, gott og fullkomið þar til Eleanor kemur inn í heiminn fyrir mistök. Hún er nefnilega ekkert sérstaklega góð. Hún hafði engan metnað á meðan hún lifði annan en að hafa það sem þægilegast, þurfa að gera sem minnst og var alveg sama þó það væri bæði á kostnað annars fólks og henni var nákvæmlega sama um umhverfið. Hún laug. Hún stal. Hún svindlaði og hún var almennt frekar siðferðislega veiklundð manneskja.
Predikun

Talað um himnaríki

Sögurnar enda ekki allar vel. ,,Líkt er um himnaríki" – svona hefst frásögnin, en í lokin lesum við um böðla og skuld sem ekki varð goldin nema með óskaplegum þjáningum.
Predikun

Hvað skiptir máli?

Ég vil að messað sé reglulega í kirkjunni minni, þar sé staðið fyrir sæmilegri menningu, allt sé tilbúið þegar ég þarf á að halda og beðið sé fyrir mér og mínu fólki í kirkjunni...
Pistill

Lífið er gjöf

Góðu fréttir kristinnar trúar eru að við þurfum ekki láta sorg og sút vera ráðandi afl í lífi okkar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Heimurinn á ekki síðasta orðið, „heift kúgarans“ (Jes 51.13) eru settar skorður því allt er í hendi Guðs, haf og jörð og himinn, Guðs sem skýlir þér í skugga handar sinnar (Jes 51.16). Ekkert meðal er máttugra gegn hræðslunni við dauðann, hvort sem er eigin dauða eða annarra, óttanum við það sem koma skal, ógninni sem okkur stendur af hinu óþekkta.
Predikun