Sjáandi blindur

Sjáandi blindur

Í indverski sögn greinir frá kóngsdóttur, sem mátti fara yfir akur að tína öx. Henni var heitið að öll öxin , sem hún týndi, yrðu að demöntum. En hún mátti aðeins fara einu sinni yfir akurinn. Kóngsdótturinni þótti fyrstu öxin ósköp lítil. Ætlaði hún að bíða þangað til hún kæmi í miðjan akurinn.

Á leið sinni sá hann mann, sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur?

Jesús svaraði: Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum. Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið. Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heimsins.

Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gjörði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans og sagði við hann: Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam. Sílóam þýðir sendur. Hann fór og þvoði sér og kom sjáandi.

Nágrannar hans og þeir, sem höfðu áður séð hann ölmusumann, sögðu þá: Er þetta ekki sá, er setið hefur og beðið sér ölmusu?

Sumir sögðu: Sá er maðurinn, en aðrir sögðu: Nei, en líkur er hann honum.

Sjálfur sagði hann: Ég er sá.

Þá sögðu þeir við hann: Hvernig opnuðust augu þín?

Hann svaraði: Maður að nafni Jesús gjörði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina, þegar ég var búinn að þvo mér.Jóh.9.1-11

Bæn

Drottinn, opna þú augu okkar fyrir stðreyndum hins daglega lífs. Þannig að við mættum mæta þeim af einurð og þrótti. Þeim þrótti og krafti sem þú einn getur gefið okkur.Við biðjum þig að snerta okkur hvert og eitt of fyllast þannig þrá til þess að uppfylla væntingar þínar til okkar. Við eigum erfitt með að uppfylla þær, en þínum huga er það fullkomnað. Amen

* * *

Í indverski sögn greinir frá kóngsdóttur, sem mátti fara yfir akur að tína öx. Henni var heitið að öll öxin , sem hún týndi, yrðu að demöntum. En hún mátti aðeins fara einu sinni yfir akurinn.

Kóngsdótturinni þótti fyrstu öxin ósköp lítil. Ætlaði hún að bíða þangað til hún kæmi í miðjan akurinn. En þegar þangað kom fannst henni öxin þar heldur ekki nógu stór. Þannig hélt hún áfram og vildi ekki líta við öxunum úns hún var komin yfir allan akurinn. Þá hugðist hún hrifsa nokkur öx í skyndi en þá var það orðið of seint.

Hvað kennir þessi sögn okkur? Við lifum aðeins einu sinni og ævin líður hratt þó að mörgu ungu fólki finnist hún löng. Hún er hraðfleygar mínútur og klukkustundir, dagar og ár. Á þessum stundum sem streyma jafnt og þétt í hafið þar sem engin tími er til, gefast okkur hin mörgu verkefni og gullnu tækifæri lífsins.

Margur maðurinn ýtir frá sér litlu verkefnunum af því að hann sækist eftir þeim stóru. Sumir sjá ekki litlu atvikin af því að þeir vilja höndla mikla reynslu. Og ævin líður. Margir standa aðgerðalausir á torginu og hafa ekki fundið sér smáskika í ríki Guðs.

Þekkt máltæki sem við höldum stundum á lofti hljóðar þannig að “það sem maður sáir, það mun hann uppskera. Sá eða sú sem tíndi litlu tækifærin á akri tímans, var reiðubúin að þjóna og hjálpa uppsker í samræmi við það. * * *

Það er ekkert sem gerist að sjálfu sér. Það er ekkert sem fellur að himni ofan og mætir okkur án þess að eiga sér einhvern aðdraganda. Staðeyndin er að margur heldur að allt komi í fangið á manni þegar hentar án þess að hafa unnið nokkuð til þess eða lagt sig eftir því á nokkurn hátt. Það gerist einfaldlega ekki. Hvað sem hver segir.

Í guðspjalli dagsins er sagt frá blindum manni sem hafði verið blindur frá fæðingu. Á dögum Jesú voru sjúkdómar sem hrjáðu fólk afleiðing einhvers sem viðkomandi hafði gert. Þegar um börn voru að ræða þá var það afleiðing fyrri gjörða forelda. Það er auðvitað ekki svo, en samt skal eyma af þessari hugsun enn þann daginn í dag. Sjúkdómur þessi eða hinn skal vera vegna þess að viðkomandi gerði þetta eða hitt eða einhver sem nærri þeim stæði.

Maðurinn, sem frá greinir í guðspjallinu, var sviptur sjón vegna gjörða foreldra hans, að áliti samferðamanna hans. Hann var sviptur hjálpræðinu án þess að hann hafði nokkuð til þess unnið. Það sem meira var að hann var sviptur ljósinu, hann var sviptur sýn á það sem fór fram fyrir augum hans. Hann var dæmdur til þess vegna einhvers sem hann hafði engin tök á að hafa áhrif á, á nokkurn hátt.

Jesú hafnar þessum viðteknu viðhorfum samtíma hans – hann sér ekki tilefni til að spyrja um ástæðu og láta þar við sitja – heldur sér hann tilefni til að hjálpa.

Segir í textanum að “Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er....”

Okkur ber að vinna verk þess sem sendi okkur – hver eru þessi verk? Við viljum hugsa stórt og gleyma því smáa í kringum okkur. Við viljum oftar en ekki vera blind á okkar nánusta umhverfi og tilveru. Við viljum það ekki en við erum það. Skynja eða öllu heldur sjá ekki það smáa að okkar mati vegna þess að við erum svo upptekin af hinu stóra sem við ætlum að vinna og helst af öllu gera það í gær. Stundum í þessu samhengi er talað um að sjá ekki skógin fyrir trjánum. Við gefum okkur ekki tíma til að staldra við og tína upp það sem við fætur okkar liggur vegna þess að við erum að flýta okkur og ekki aðeins að flýta okkur vegna þess við erum viss um að það sé eitthvað stærra meira og betra út við næsta horn. Við erum eins og prinsessan í sögninni að hún var sannfærð um að það væri stærra og meira ax aðeins lengra og tíminn leið.

Það er hægt að sjá þetta í svo mörgu í okkar daglega lífi. Við viljum eignast stærra hús, stærri bíl, æðri og meiri menntun. Gefum okkur að þetta allt náist í hús. Þá skal það alltaf vera þannig að við viljum meira vegna þess að ef við teygjum okkur aðeins lengra þá gæti verið að við næðum því sem við erum sannfærð um að við séum að missa af. Það er þessi tilfinning að vera að missa af einhverju. Og alltaf skal þetta eitthvað vera í huga eitthvað stórt og mikið sem mögulega gæti breytt lífi manns á þann hátt að meiri hamingja fylgdi í kjölfarið. Svo er nú reyndar sjaldnast raunin. Þ.e.a.s. að það breytti einhverju í lífinu að fara skrefinu lengra til að öðlast eitthvað meira og stærra en þegar er við hendina.

Hvað er það sem liggur eftir? Er hægt að spyrja. En sú spurning á ekki heima hér – ekki strax!

Blindi maðurinn er sendur að lauginni Síloam – sem þýðir að vera sendur. Eftir að Jesú hefur makað leðju jarðar í augu hans. Þá er líka hægt að spyrja sig hvort það hafi ekki verið rökrétt hjá þeim blinda að fara og þvo augun. Það er auðvelt að ýminda sér það. Hann sem sagt fer og hann fær sjónina. Það merkilega sem gerist á eftir er hverning hann svarar þeim sem undrast. Hann fer ekki undan í flæmingi og ótta heldur svarar hverjum þeim sem vill heyra - að Hann er sá sem læknaði hann. Hann er sá sem gaf honum sjónina.

Okkur er gefin sjón-hvernig notum við þá sýn á tilveruna sem við höfum. Lokum við ekki oft augunum fyrir staðreyndum sem blasa við okkur. Gerum við það ekki í ótta-sá ótti eða vald óttanst getur verið margvíslegt og við lokum augum okkar fyrir því til að sjá ekki. Það sem við sjáum ekki er ekki til-en við vitum að svo er ekki. Það er svo i vitund barnsins. Það er til-veruleikinn er alltaf vakandi og blindast ekki þótt að við gerum það.

Við þetta afl-afl hins mannlega ótta barðist Jesú gegn. Hans sýn var að opna augu okkar fyrir þeirri staðreynd að það er ekkert sem við þurfum að óttast. Aðeins að augu okkar opnast fyrir dýrmæti hins smáa og á stundum þess sem engin vill kannast við og beygja af leið til að verða mætti til hjálpar hverjum þeim sem er hjálpar þurfi. Að sýn okkar nái ekki bara til þess stærsta og merkilegasta að okkar mati og þá leið sem leggja þarf að baki til þess að nálgast það markmið.

Sjáandi augu og vakandi skilningarvit geta líka verið blind. Blind á veruleika Guðs. Þannig sjónleysi er lífshættuleg, því það sviptir lífið frelsi, gleði og tilgangi, sambærilegt því sem blinum er áskapað. Verk Krists eiga að koma fram í þeim sjúku. Með því er ekki verið að segja. Hinn sjúki verður að læknast og verða heilbrigður. Það læknast svo margir, en samt opinberast ekkert við það annað en að læknar hafi staðið sig í starfi og líkami sjúklingsins vann bug á sjúkdómnum, ekkert annað, vegna þess að hann trúir ekki á Krist og lifir án hans. En þegar sjúkur maður treystir Kristi, að vænta alls hjálpræðis af honum einum, þá opinberast verk Guðs á honum, líka þótt hann læknist ekki. Og læknist hann, þá er það bara lítið tákn um hinn eina sanna heilbrigði í trúnni.

Það sem texti dagsins undirstrikar meira en annað að það er til mikilvægari sjón en að sjá með augunum.