Trú.is

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun

Að kveðja hefur sinn tíma

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að kveðja hefur sinn tíma, að kveðja söfnuðinn hefur sinn tíma. Að heilsa öðrum söfnuði hefur líka sinn tíma en nú þjóna ég tímabundið í Hafnarfjarðarkirkju í hálfu starfi.
Predikun

Hver er þín guðsmynd?

Í Gamla testamentinu segir einmitt frá því að alltaf þegar maðurinn lætur sér detta í hug að hann hafi skilið að fullu Guðdóminn eða höndlað Guð, þá birtist Guð manninum á einhvern nýjan og fyllri máta. Kannski er það einnig reynsla þín, eins og mín.
Predikun

Það þarf að kenna fólki að deyja

,,Það þarf að kenna fólki að deyja.“ Yfirskriftin er tilvitnun í Helga Hallgrímsson föður Hallgríms og eitt áhrifamesta verkið sýnir Helga á þessum tímamótum lífs og dauða.
Predikun

Ilmgrænt haf

Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. Í þessu ljóði Snorra Hjartarsonar lætur skáldið sig berast eftir ilmgrænu hafi lyngbreiðunnar í átt að algleymi og kyrrð.
Predikun

Í heiminum er ég ljós heimsins

Það er gott að geta horfst í augu við sjálfan sig, skoðað líf sitt og metið það upp á nýtt. Sumir gera slíka skoðun á trúarlegum forsendum og bera líf sitt saman við boðorðin. Enn aðrir nota 12 sporin. Útkoman er líf í kærleika og sátt við Guð og menn.
Predikun

Orðasóðar og frelsið

Guðlast er það að virða ekki hinn elskandi, leysandi og styðjandi Guð. Að Guð elskunnar sé ekki elskaður.
Predikun

Að rækta eigin geð

Líklega er það mikilvægasta vísbendingin um geðheilbrigði okkar, getan til að setja okkur í spor annarra og sjá heiminn í öðru ljósi en okkar eigin. Á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum er það markmiðið, annarsvegar að vekja okkur til meðvitundar um mikilvægi geðræktar og hinsvegar að berjast gegn fordómum í garð geðsjúkra.
Predikun

Eitthvað jákvætt og uppbyggilegt

Nýju lækhnapparnir eru verkfæri til að sýna samstöðu með skýrari hætti. Sýna samhygð. Skilaboðin eru þau sömu og áður: Ég stend með þér.
Predikun

Blinda kýrin og verk ljóssins

Jesús er sá sem vill lýsa okkur leiðina áfram og veita birtunni inn í hjarta okkar svo að við getum verið farvegur hennar í kringum okkur, útréttar hendur Krists í heiminum.
Predikun

Leikreglurnar og bænin

Það er mín sannfæring að fegurðin og friðurinn komi með bæninni. Þegar við köfum inn í okkar innsta kjarna. Bænin er nefnilega uppspretta bættra samskipta, virðingar og samstöðu sé hún beðin af einlægni hjartans og í auðmýkt.
Predikun

Guðlastarinn Jesús Kristur?

Kannski er þá aðeins eitt aðalgildi eftir, réttur einstaklingins. Þegar einstaklingshyggjan ríkir rýrnar samfélagsvíddin. Tjáningarfrelsið verður þá sem næst heilagur réttur, sem ekkert má takmarka.
Predikun