Biðjum:
Vertu
Guð faðir, faðir minn,
í
frelsarans Jesú nafni.
Hönd
þín leiði mig út og inn,
svo
allri synd ég hafni. Amen.
Náð
sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Hver
er jafningi Guðs?
Í
Jesaja spádómsbók spyr Guð fyrir munn spámannsins: Hver er jafningi minn? Sú
spurning gefur til kynna að eitthvað sé það í mannsins lífi sem getur tekið
sæti Guðs. Hver er jafningi Guðs, jafn mikil virði. Hvað getur það verið? Er
það eitthvað?
Getur
eitthvað annað tekið sæti Guðs?
Nei,
í raun ekki.
Það
er einmitt það sem Guð, fyrir munn spámannsins er að minna á. Guð er skapari
heimsins, yfir öllu, undir öllu, í lífinu miðju, og hvarvetna. Það er Guð sem
er allt í öllu.
En
hvers vegna að minna á þetta? Fyrir hvern skiptir það máli?
Jú,
það skiptir máli fyrir manninn að gleyma því ekki að það sé til Guð. Að það sé
Guð sem sé einmitt skapari alls sem er, yfir og allt um kring, með eilífri
blessun sinni.
Já,
það er nefnilega blessun sem fylgir því að meðtaka þann sannleika að Guð sé á
sínum stað.
Það
er vont ef við höfum sett einhvern annan, eða eitthvað annað, í sæti Guðs.
Slíkt getur hent, og er það þá oftast okkur til vandræða.
Annað
skrefið hjá Vinum í bata og einnig í 12 sporum AA samstakanna fjallar einmitt
um þetta, það hljómar svona: „Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti
gert okkur heil að nýju.“ Já, máttur okkur æðri. Guð.
Það
að finna Guð getur einmitt gert okkur heil og heilbrigð. Ef við höfum Guð með í
för, þá eigum við samfylgd við hið góða. Slík samfylgd veitir ljós og blessun.
Skuldið
ekki neinum neitt
Í
ritum Biblíunnar birtist ómæld speki. Speki, svo djúp að maðurinn nær aldrei að
fullu til botns. Alltaf kemur viskan manni á óvart, sem finna má í ritum
Biblíunnar. Alltaf snúa textarnir einhverju nýju að manni, sem getur haft áhrif
til góðs á lífið manns, hér og nú.
Í
Rómverjabréfinu minnir postulinn viðmælendur sína á boðorðin og svo boðorðið
sem er æðst allra boðorða. Gamla testamentið er uppfullt af ýmsum boðorðum,
þeirra þekktust eru boðorðin tíu, sem postulinn reifar í pistli dagsins. En svo
rappar hann þeim saman í eitt boðorð, eins og Jesú hafði gert.
Og
hvert er þá æðsta boðorðið?
Um
hvað fjallar æðsta boðorðið?
Jú,
kærleikann.
Því
kærleikurinn gerir náunganum ekki mein, þess vegna er kærleikurinn uppfylling
alls lögmálsins, segir postulinn.
Uppfylling
lögmálsins þýðir, að með því að elska og lifa lífinu í samfylgd við hið góða,
þar með erum við að fara eftir öllum hinum lögmálunum, reglunum og siðunum. Þar
sem kærleikurinn fær að ríkja þar er Guðs vilji, þar þarf ekki að tíunda fleiri
reglur og lög.
Jesús
svaf
Þetta
eru dæmalausar frásögur, leiðbeiningar og dæmisögur sem við rifjum ávallt upp í
helgihaldi kirkjunnar á sunnudögum.
Þessi
klassíska saga um Jesú og lærisveinanna úti á vatninu þar sem Jesús stillti
storminn og lægði öldurnar, er guðspjallatexti dagsins.
Ég
man þegar ég var í Vatnaskógi sem lítill drengur, þá heyrði ég þessa sögu. Það var
einn af leiðtogunum sem sagði okkur þessa frásögu í litlum hópi. Það var góður
andi, við vorum nýbúnir að vera úti á vatni fyrr um daginn, höfðum leikið okkur
í fótbolta, farið inn í skóg og átt ævintýra dag, einn af mörgum.
Þá
sagði þessi ljúfi leiðtogi okkur þessa sögu. Ég var alltaf að bíða eftir að
hann myndi segja: „Djók – Jesús stillti ekkert storminn!“
En
nei, hann sagði ekki „djók!“ Því ljóst var að hann trúði því að Jesús hafði í
frásögunni, raunverulega stillt storminn.
Já,
það er einmitt þannig, og ekki bara þarna í þessari gömlu sögu. Jesús stillir
storminn enn í dag, stillir storminn í hjörtu þeirra sem trúa. Með trúna í för
geta kraftaverkin gerst. Trúin flytur fjöll, stendur á einum stað. Með trúnni
gerast óvæntir hlutir, jafnvel kraftaverk.
Kraftaverk
Það að lifa, er út af fyrir sig
kraftaverk. Það er kraftaverk að fá að vera til, sjá og heyra, skynja og elska.
Allt er okkur veitt af óendanlegri náð Guð, það er náðugur Guð sem hefur allt
líf í höndum sér, upphaf og endi, sorg og gleði. Þar er Guð með nærveru, huggun
og styrk.
Guðspjall dagsins fjallar einmitt um
kraftaverk, er Jesús stillir storminn.
Hvað er átt við með kraftaverkum
trúarinnar? Alltof oft eru kraftaverk trúarinnar smættuð niður á svið hins
sýnilega, snertanlega, þau á að vera unnt að rannsaka. Kraftaverk trúarinnar
eru þá stundum kölluð óútskýrð lækning, spámannlegt innsæi, endurlífgun frá
dauða, eða annað slíkt. Eins er orðið kraftaverk stundum notað yfir
giftusamlega björgun eða óvæntan viðsnúning atburða til góðs. Þá hafa sumir
jafnvel gert tilraunir til að staðfesta með rannsóknum hvort kraftaverk séu
til.
Allar þessar ólíku aðferðir við að
nálgast orðið eiga það sameiginlegt að líta á kraftaverk sem sýnilega breytingu
í raunheimum, sem ekki verði útskýrð á náttúrulegan máta út frá orsök og
afleiðingu. Um leið og skilningur manna eykst eru fyrirbæri sem áður voru talin
kraftaverk nú útskýrð á náttúrulegan máta. Svið kraftaverkanna er með þessum
skilningi takmarkað við stöðugt minnkandi rými mannlegrar fáfræði.
Ólíkt hugmyndinni um kraftaverk sem hægt
er að rannsaka í raunheiminum, þá er kraftaverk trúarinnar ekki endilega
sýnilegt í efnisheiminum. Það tengist umbreytingu á okkar innri, huglæga heimi (þótt
afleiðingarnar geti verið breyting í efnisheiminum), allt breytist í lífi
þess sem öðlast reynslu af kraftaverkum trúarinnar. Sá reynir umbreytingu,
umskipti og endurfæðingu. Á meðan ekkert í heiminum þarf að breytast, helst
ekkert í heiminum óbreytt.
Sá sem verður fyrir slíku kraftaverki
getur ekki afneitað því með góðu móti, umbreytt tilvera hans staðfestir að það
hafi orðið. Þó að uppspretta kraftaverksins sé óljós er staðreynd þess hafin
yfir allan vafa.
Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að
hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll
rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því
hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Þetta er kraftaverk trúarinnar og það eru
slík kraftaverk sem allar frásögur Biblíunnar um sýnilega breytingu í
raunheimum, benda til. Frásagnirnar sjálfar tjá ekki kraftaverk trúarinnar,
heldur draga þær okkur að kraftaverkunum.
Í gegnum náðargjafir okkar fáum við síðan
tækifæri til að láta um okkur muna hér í heiminum, okkur og öðrum til gæfu og
blessunar, og Guði til dýrðar.
Ávextir
trúarinnar í hversdagslífinu birtast þar sem fólk sýnir öðrum mildi, í hörðum
heimi, þar sem lífið fær að njóta vafans, þar sem fólk svarar illu með góðu,
þar sem hagsmunir annarra fá að trompa okkar
eigin hagmuni. Grunnur slíkrar trúar er elskan, en um hana segir einmitt
postulinn: „Þú skalt elska náunga þinn eins og
sjálfan þig.“ Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn
uppfylling lögmálsins. Og á öðrum stað segir postulinn: Blessið
þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með
grátendum.
Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.
Rísum á fætur og meðtökum postullega kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda, sé og veri með yður öllum. Amen.
Prédikun flutt í messu í Grensáskirkju sunnudaginn 2. febrúar 2025 kl. 11
Textar: Jes. 40. 25-31, Róm. 13: 8-10, Matt. 8:23-27.