Trú.is

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Orðið

Þetta var eitt þeirra hugtaka sem hún átti eftir að breyta þegar hún hafði til þess vit og þroska. Sigurganga þessarar konu á hennar löngu ævi fólst í því að móta tungumál þeirra sem ekki gátu heyrt. Það var til marks um merkan áfanga á þeirri vegferð þegar nafni skólans var breytt. Orð kom í stað orðs – skólinn var ekki fyrir málleysingja heldur heyrnarlausa.
Predikun

Er hægt að rækta mildina?

Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Um veglyndi

„..fundust í þessi meðferð Jósefs þrír mannkostir og dýrlegir lutir, það er: Réttlæti, mildi og vitzka"
Predikun

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun

Leiðtogar á gangstéttinni

Á gangstéttunum er boðskapur barnanna sem selja leikföngin sín okkur hugleiðing um birtuna sem býr í mannsálinni.
Predikun

Óvissuþol og æðruleysi

Vetur kemur og vetur fer. Bylgjur kófsins hafa verið nokkuð margar. Veröldin er síbreytileg. Lífsháskinn er mis nálægt okkur en aldrei alveg fjarri. Við getum þjálfað okkur í að hvíla í trausti til þess að allt muni fara vel. Við getum æft okkur í seiglu og þrautsegju þegar erfiðleikar virðast ætla að raska ró okkar. Og við megum vissulega biðja til Guðs í stóru og smáu og treysta á hjálp Guðs og nærveru í öllum aðstæðum.
Predikun

Skýrar og skýrar

Í þessum heimi eigum við í höggi við erfiða og grimma sjúkdóma. En Guð er miskunnsamur; sá Guð sem í Jesú Kristi gekk sjálfur inn í þjáningarnar okkar.
Predikun

Líkþrár maður og sveinn hundraðshöfðingjans

Jesús er ekki hræddur við að horfast í augu við okkur í því erfiða og skammarlega. Hann er ekki hræddur við að koma nálægt þeim hliðum okkar sem láta okkur halda að við séum ekki þess virði að koma nálægt. Sé skömm eitthvað óhreint þá vill hann gera okkur „hrein“ og losa okkur frá skömminni og því sem hún brýtur niður.
Predikun

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun