Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.Þessi tími – hann er eins og konfektmoli fylltur sætu bragði þannig að freistingin verður skynseminni ofurliði borin og seilst er í annan samskonar mola og annan og annan þar til að flökurleiki tilverunnar sest að. Þessi tími - hann er svo óttalegur og kvíðvænlegur að margur er sá sem varla þorir að opna augun og líta ásjónu hans að morgni hvers dags. Af ótta við að sjá og skynja hver hún er ásjóna tímans sem við lifum með. Tíminn er eilífur en það erum við ekki í þeirri merkingu sem við setjum í hugtakið líf-því lífi sem við lifum og skynjum.Hann sagði þeim og líkingu: Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. Lúkas 21.25-33
Þessi tími sem í daglegu nútímalegu tali kallast aðventa er allt annað en óttalegur og kvíðvænlegur skyldi ætla. Tími sem kallar á okkur að undirbúa okkur aldrei sem fyrr að taka á móti þeim sem koma skal. Í dag er það þannig að fáir gestir komi án þess að gera boð á undan sér með nokkurra daga fyrirvara. Hér áður var það ekki þannig. Gestur/gestir knúði/knúðu dyra án þess að hafa einhvern fyrirvara á því. Fyrirvari er á öllu í dag til þess að allir geti verið tilbúnir. Tilbúningur dagsins í dag tekur á sig ýmsar myndir.
Allstaðar eru allir að kalla á fólk að koma og njóta stundar tímans í tónum og mat og drykk og það ætti ekki að vera svo óttalegt að svara því kalli. Setjast niður á notalegum stað og hlusta á fjölradda kóra gæla við vitundina og klæða huga og sálu “fötum” eftirvæntingar fyrir því sem koma skal. Slegið á strengi tilfinninga sem allra jafna eru ekki stroknir – á þessum tíma ömumst við ekki við því - því að tíminn er sætur eins og konfektmoli - fylltur sætu bragði vonar og væntingar um það sem koma skal og allt verður gott.
Er það svo?
Þurfa væntingar og von um það besta endilega fara saman við það að þær vonir og þær væntingar gangi upp í sjálfu sér? Við vitum að svo er ekki og hefur ekki verið svo oft en við vitum líka að það gerist. Hvoru megin sem það fellur hverju sinni er ekki hægt að svara svo vel sé.
Eftir hverju ertu að bíða?
Það er ekki til sú manneskja sem ber ekki von í brjósi um eitthvað annað. Manneskja sem á allt til alls ber jafnmikla væntingar til þess - eins og manneskja sem á “ekkert” er heilmilislaus, fátæk. Sem leiðir hugan að því hvernig er hægt að “eiga ekkert” gæti maður freistast til að spyra?
Það er sama hvað við berum utan á okkur af fínu skarti, ilmvatnti lyktar og eða skítugum löfrum lúnu fleti nær ilmur eftirvæntingar um eitthvað annað alltaf í gegn. Hversu svo mjög að við reynum að fela það þá nær þráin og vonin um annað alltaf í gegn. Það nær í gegn vegna þess að við þráin eftir því er svo sterk og þvi er ekki hægt að eyða, fjarlæga á neinn hátt. Þráin og vonin er hluti af okkur. Hún þvæst ekki svo auðveldlega af. Þessi tími – tími aðventunnar er skreytt þrá og von um eitthvað annað en við höfum þegar.
Þrá okkar og von á ekki aðeins við um okkar innra sjálf heldur nær hún til hins ytra til barna okkar, vina, fjölskyldu, valdhafa, til Guðs að hann muni vel fyrir sjá. Við stöndum aldrei eða sjaldnast sjálfið okkar af því að vera sátt við það sem við höfum. Við hlustum á það sem við viljum heyra og það þarf að vera eitthvað gott og uppbyggilegt. Eitthvað sem veitir von í þreyttan heim. Heim sem snýst um sjálfan sig og sínar þarfir. Hver manneskja er sem smækkuð mynd af veröldinni. Við erum af heiminum og við lifum í heiminum. Heimurinn – veröldin er eins og við viljum hafa hann. Það er ekkert öðruvísi en það. Það keppast allir við að vera ofan á náunganum ekki undir. Heimurinn – veröldin er ekki til af sjálfu sér heldur er hann til vegna okkar sem berum þrá í hjarta að eigja von um eitthvað annað í heimi sem er þakin sárum sem við höfum veitt honum.
Tíminn sem við mætum á hverri stundu lífs okkar er eins og við viljum hafa hann þegar við getum gert annað-höfum krafta og heilsu til þess en gerum ekkert í því. Því við erum alltaf að bíða eftir því sem koma skal.
Guð kemur ekki í heiminn þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld. Guð er í heiminum núna og það er ekki eftir neinu að bíða og fagna.
Aðventan talar vissulega inn í þann veruleika okkar að við erum að bíða eftir því sem koma skal. Til þess sem koma skal undirbúum við okkur á margvíslegan hátt. Kannski þegar grannt er skoðað vitum við það ekki raun á hvern hátt við undirbúum okkur. Kannski viljum við fara aðra leið? Kannski viljum við breyta einhverju í fari okkar eða í hinu ytra? Það gerist ekki nema við gerum eitthvað í því. Viljinn er það sem þarf-ekkert annað. Vilji til að breyta kemur fyrst og svo í kjölfarið á því verður breytingin. Það gerist ekkert með því að bíða að einhver annar eða önnur breytist og svo sjáum við til með hvort við fylgjum í kjölfarið. Heimurinn-veröldin ert þú. Eftir hverju ertu að bíða? Að það stytti upp? Að einhver annar eða önnur taki fyrsta skrefið í átt til breytinga og eða þarf að breyta einhverju. Er það okkar að bíða og sjá til hvað verður? Ef svarið er – “já”- hvers og eða hverra er að taka skrefið áfram til einhvers er leiðir okkur áfram til sáttar við sjálf sitt? Mér virðist sem að svo margur er ekki sátt við sjálf sitt. Er ekki sátt við stöðu sína. Er ekki sátt við umhverfi sitt og þannig mætti lengi halda áfram.
Biðlund Guðs
Sá sem bíður er Guð sem fæddist í barninu í Betlehem. Hann var ekki að biða eftir hentugum tíma eða stað að við gætum tekið á móti honum. Enda varð það svo að við vorum ekki og erum ekki tilbúin að taka á móti honum. Það hefur ekkert að gera með nútíma hugsunarhátt að ekki sé hægt að taka á móti gestum nema með fyrirvara. Það hefur með að gera að á öllum tímum erum við ekki tilbúin að veita gestinum rúm í hjarta. “Því miður það er ekkert pláss” en þú getur reynt aðeins neðar í götunni.
Hann fæddist og gerðist maður. Við tölum um að það er erfitt að lifa að það er erfitt að vera manneskja með öllum þeim kröfum og væntingum sem gerðar eru til okkar. Þessar kröfur og væntingar sem gerðar eru til okkar eru heimabakaðar eins og “smákökur” forðum daga. Smákökur nútímans eru bakaðar “að heiman.” Þar skilur á milli. Þær kunna að smakkast vel og eftirbragðið er gott en áður en varir eru þær bara minning ein – eitthvað sem var og engin man eftir því ilmur þeirra er ekki að finna heima heldur að heiman.
Vissulega er það erfitt að kannast við mennsku sína frammi fyrir æðiskasti raunveru svo margra sem telja sig umkomin þess að kalla yfir sig og þá um leið annarra reiði – ekki Guðs heldur síns eigin vanmáttar. Birtingamynd þess er á ótal vegu og mætir hverjum sem er og hvar sem er.
Þið sem eruð komin á miðjan aldur og þar yfir kannist við hugtakið “ógnajafnvægi” það hugtak var notað yfir það að friður gæti ríkt stórþjóða á milli-hvorugur var ofan á hinum hvað vopna og gjöreyðingaafl áhrærði. Fólk andaði léttar í skugga ógnar þessa.
Sá eða sú sem var barn á þeim tíma eins og ég sá bara ógnina og hörmungina og fór óttaslegin í rúmið á kvöldin við að vakna kannski ekki að morgni vegna þess að einhver kallinn sem réði hafi afráðið í skjóli nætur að ráða meira en hinir. Það var gott að vita til þess að englar Guðs stóðu vaktina því einhverntímann yrði Guð að halla sér og það gerði hann þegar hann slökkti á ljósinu á himnum og blés létt ró og friði í hjörtu barna sinna stórra sem smáa sem báru ótta í hjarta.
Sá ótti er enn til staðar hjá einhverjum sem leggst til hvílu í kvöld. Ótti sem Guð vill blása á ef við leyfum honum það. Flökurleiki tilverunnar er ekki Guðs heldur okkar sem viljum ekki kannast við mennsku okkar og seilumst of langt í “konfektkassa” veraldarinnar og græðgin situr ein við “borð tímans” ekki það að við viljum ekki sitja þar líka vegna þess að við sitjum þar og hleypum engum að, nema okkur sjálfum. Á meðan er tíminn á þönum að þjóna okkur í stað þess að við værum að þjóna tímanum og þeim gesti sem hann færir með sér.