Þessi fallegi dagur

Þessi fallegi dagur

Fá illir andar að ráða ferðinni um of í daglega lífinu? Hvað dugar gegn þeim? Hvað dugar gegn samskitpamáta sem: særir, skemmir og eyðileggur? Guð er með okkur, yfir og undir og allt um kring með eilífri blessun sinni segir bæn, sem mörgum hefur verið kennd. Kærleikur Guðs rífur vítahringinn.
Mynd

Guðspjall: Lúk 11.14-28Jesús var að reka út illan anda og var sá mállaus. Þegar illi andinn var farinn út tók málleysinginn að mæla og undraðist mannfjöldinn. En sumir þeirra sögðu: „Með fulltingi Beelsebúls, höfðingja illra anda, rekur hann út illu andana.“ En aðrir vildu freista hans og kröfðu hann um tákn af himni.En Jesús vissi hugrenningar þeirra og sagði: „Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og hús fellur á hús. Sé nú Satan sjálfum sér sundurþykkur, hvernig fær ríki hans þá staðist – fyrst þér segið að ég reki illu andana út með fulltingi Beelsebúls? En reki ég illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar. En ef ég rek illu andana út með fingri Guðs, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.
Þegar sterkur maður, alvopnaður, varðveitir hús sitt, þá er allt í friði sem hann á en ráðist annar honum sterkari á hann og sigri hann tekur sá alvæpni hans er hann treysti á og skiptir herfanginu.
Hver sem er ekki með mér er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir.Þegar óhreinn andi fer út af manni reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis. Og er hann finnur það ekki segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það sópað og prýtt fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri og þeir fara inn og setjast þar að og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður.“  Er Jesús mælti þetta hóf kona ein í mannfjöldanum upp rödd sína og sagði við hann: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir.“Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðeita það.

 

 

“Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.”

Það var yndislegur dagur í gær, sól og heiðskýrt.

 

Í dag sést ekki sólin og skýin lýða yfir himininn.

 

Í guðspjalli dagsins er umfjöllunarefnið: illir andar.

 

Hvað er það?

 

Eitthvað slæmt, ekki gott.

 

Oft og víða í Biblíunni er fjallað um illa anda, sem herja á lífið.

 

Sjúkdómar, kvillar, kenndir, eitthvað sem er hugsað, eitthvað sem er dulið og hefur ýmis nöfn.

 

Athyglisverðar líkingar.

 

Ef sett er orðasambandið “neikvæðar hugsanir” inn í staðinn fyrir “illan anda” þá verður það að: Enginn rekur út neikvæðar, illar hugsanir, með neikvæðum, illum hugsunum. 

 

Maður skipar ekki fólki að vera hamingjusamt.

 

Sumum finnst stundum hið illa oft sigra hið góða.

 

Tuð, taut, þras, neikvæðni og illgirni.

 

Þurfum við þessi atriði til að komast áfram á lífsgögnunni?

                  

                  _____________________

 

Orð Guðs boðar: trú, von og kærleika.

 

Boðskapur Guðs er háleitur og ekki bara til sýnis og til aðdáunar.

 

Í pistli dagsins úr Efesusbréfi segir meðal annars:

 

“Verðið því eftirbreytendur Guðs svo sem elskuð börn hans. 

Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur…. 

Látið engan tæla ykkur með marklausum orðum því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki. 

Verðið þess vegna ekki lagsmenn þeirra.

Eitt sinn voruð þið myrkur en nú eruð þið ljós í Drottni. 

Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins.

Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.”

         __________________________________

 


Hvað gerir maður við þennan boðskap?

 

Fá illir andar að ráða ferðinni um of í daglega lífinu?

 

Hvað dugar gegn þeim?

 

Hvað dugar gegn samskitpamáta sem: særir, skemmir og eyðileggur?

 

Guð er með okkur, yfir og undir og allt um kring með eilífri blessun sinni segir bæn, sem mörgum hefur verið kennd.

 

Kærleikur Guðs rífur vítahringinn.

                  ______________________

 

Í fyrrakvöld var frumsýnt verkið “Bubbi – Níu líf” á sviði Borgarleikhúsins.

 

Í kynningu á verkinu segir meðal annars: 

 

“Bubbi Morthens er samofin þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum.

Stjarnan, sem rís úr slorinu, fyrst sem málsvari verkalýðsins, sem alþýðusöngvari þjóðarinnar, atómpönkari og gúanórokkari, sem breytist í ballöðupoppara, sem syngur með stórsveitum.

 

Skoðannaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn, sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu.

Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn.

Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra: sögur Íslands.

En hver er hann í raun og veru?

Og hver erum við?

                  

                  _______________________

 

Það eru átta leikarar, sem leika Bubba í sýningunni á mismunandi lífsskeiðum hans.

 

Á yndislegum degi, í gær þegar sólin skein á heiðskírum himni og náttúran skartaði sínu fegursta var áhugavert viðtal á einni útvarpsstöðinni við Bubba.

 

Í lok viðtalsins, var Bubbi beðinn um ráð á skrítnum tímum.

 

Tímum, þar sem samkomubann í fyrsta sinn á lýðveldisöld er sett á Íslandi og nokkur þjóðlönd hafa lokað landamærum sínum út af Covid 19 vírusnum og ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar, heimsfaraldur.

 

Hvað sagði Bubbi við þessu?

 

Meðal annars sagði Bubbi:

 

“Lífið og dauðinn eru par.

 

Við eigum ekki að vera hrædd.

 

Það er rosa vondur “díll” að láta óttan ná tökum á sér.

 

Hann tekur rökhyggjuna, lífsgæðin, augnablikið og kærleikann.

 

Höldum í kærleikann og fólkið okkar.

 

Finnum styrkinn í því að óttast ekki, við þurfum ekki að óttast.

 

Af hverju að kvíða?

 

Til hvers?

 

Verum í augnablikinu, það kemur ekki til baka.

 

Verum þolinmóð, mild og full af kærleika.

 

Hvað er þessi sól, sem nú í dag er að skína á okkur annað en vitnisburður um það mikla undur, sem lífið er?”

         __________________________________

Þegar Bubbi hafði lokið þessarir tilfinningaþrungu ræðu í útvarpinu hvað haldið þið að spyrjandinn hafi þá sagt?

Hann sagði orð sem heyrist ekki oft í útvarpi:

“Amen.” 

Amen þýðir: svo skal verða.

Eftir viðtalið var svo leikið fallega, vonar- og kærleiksríka lagið hans Bubba: 

“Fallegur dagur”.

Í textanum segir meðal annars:

“Veit ekki hvað vakti mig

vill liggja um stund.

Togar í mig tær birtan

lýsir mína lund.

 

Þessi fallegi dagur.

Þessi fallegi dagur.”

 

         ____________________________

 

 Jesús Kristur er enn á ferð á meðal okkar rétt eins og forðum.

 

Hann nemur staðar, hann hlustar, réttir út hönd og snertir.

 

Læknar, líknar, huggar, fyrirgefur og reisir upp.

 

Nú sem fyrr.

 

“Sælir eru þeir sem heyra hans orð og varðveita það.”

 

Í laginu “Kveðja” yrkir Bubbi meðal annars:

 

“Drottinn minn faðir lífsins ljóss

lát náð þína skína svo blíða.

Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós

tak burt minn myrka kvíða.

 

Faðir minn láttu lífsins sól

lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta

vekja hann með sól að morgni

vekja hann með sól að morgni.

 

Drottinn minn réttu sorgmæddri sál

svala líknarhönd.

 

Svo vöknum við með sól að morgni

svo vöknum við með sól að morgni.”

 

Amen.