Trú.is

Hvað er málið?

Að jafnaði eru illir andar allt annað en mállausir. Nú er í tísku vestan hafs að flytja falskar fréttir í fjölmiðlum. Hvers konar hvatir eru þar að baki? Hverjum þjóna þær sannarlega? Spyr sá sem ekki veit. Það er mjög mikilvægt þegar þessi kórónafaraldur gengur yfir heiminn að halda fólki um allan heim upplýstu og því er ábyrgð fjölmiðla mikil að flytja réttar upplýsingar
Predikun

Samskipti á tímum plágunnar

Til þess að styrkja tengslin verðum við að draga úr þeim tímabundið.
Predikun

Þessi fallegi dagur

Fá illir andar að ráða ferðinni um of í daglega lífinu? Hvað dugar gegn þeim? Hvað dugar gegn samskitpamáta sem: særir, skemmir og eyðileggur? Guð er með okkur, yfir og undir og allt um kring með eilífri blessun sinni segir bæn, sem mörgum hefur verið kennd. Kærleikur Guðs rífur vítahringinn.
Predikun

Mótmæli

Við fyllumst von, þegar börnin stíga fram eins og stór fylking af leiðtogum sem berjast fyrir bættum heimi og ákveðnum réttindum sem öllum á að standa til boða.
Predikun

Mennskan umföðmuð

Það er sannarlega minn vilji að hér sé samfélag þar sem okkur líður öllum vel, þar sem vel er tekið á móti fólki, þar sem á alla er hlustað, allar ólíkar raddir og skoðanir, en við getum stundum líka verið ósammála, þolað gagnrýni og á endanum sameinast um það að við erum hér, af því að við deilum sama kjarna sem er trúin á Jesú Krist.
Predikun

Eyland og lífland

Til að villidýrin í mann-og dýraheimum valdi sem minnstum skaða. Til að fólk fái lifað hinu góða lífi. Elska og virða.
Predikun

Andi samúðar og tilbeiðslu

Guðs andi er andi líknar, samúðar, miskunnar, óverðskuldaður velvilji í okkar garð. Til að við séum á réttum stað, andlega talað, til að taka á móti þeim velvilja gefur Guð okkur anda tilbeiðslu, bænaranda. Andi Guðs virkar inn í okkar anda, gerir okkur móttækileg fyrir ást sinni og umhyggju sem aftur hvetur okkur til að sýna öðrum slíkt hið sama. Versið sem hér um ræðir lýsir því andlegri endurlausn sem öllum stendur til boða
Predikun

Illar andar sögunnar

Við lifum á víðsjárverðum tímum og eina leiðin áfram er að horfast í augu við söguna. Siðbreytingarhreyfingin hafði slík áhrif á samfélag okkar að henni ber að fagna og hana ber að gagnrýna. 500 ára afmæli siðbreytingarinnar er kjörið tækifæri til þess.
Predikun

Af illu augu

Okkur er gefið ungum að hugsa um orsök og afleiðingar gjörða okkar. Í djúpvitund mannsins býr vitneskjan um illskuna. Tungumálið tjáir það sem hjartað veit. En með því er aðeins hálf sagan sögð. Flest lesum við um og heyrum vonandi aðeins um líkamsmeiðingar og „tilefnislaust ofbeldi“ eins og það er orðað.
Predikun

Hlustum og bjóðum samfylgd!

Alveg eins og Jesús mætti fólki með samfylgd og samlíðan, þannig skulum við hlusta eftir því sem aðrir hafa að segja okkur og við skulum taka eftir samferðafólki okkar. Þannig vinnum við á móti skeytingarleysinu sem vill stundum ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Predikun

Ég er Guð

Karl sagði við konu sína: “Mikið væri gaman að fara til Sínaí og hrópa boðorðin af fjallstindinum.” Konan horfði íbyggin á hann og svaraði: „Ég held að það sé nú betra að vera heima og halda boðorðin!” Og hvað merkja þessi boðorð?
Predikun

Orð

Orðin eru allt um kring. Þau gleðja og særa, upplýsa og blekkja, orðin sýkna og dæma, skýra og flækja.
Predikun