Sálmabók

101. Brauð til saðnings svöngum

1 Brauð til saðnings svöngum gefa
sól og mold og haf af náð.
Svo sem alvalds elskan býður
orðið frá hans vörum líður,
fylla undrin lög og láð.

2 Brauð af himni, saðning sanna,
son Guðs, Jesús Kristur, er.
Himnum frá hann fór að leita
föllnum að og þeim að veita
líkn og eilíft líf með sér.

3 Brauð á helgu borði þínu
blessar, Jesús, návist þín
þar sem systkin saman finna
svölun guðdómslinda þinna,
líf sem aldrei deyr né dvín.

4 Brauð þitt viltu veröld gefa,
vilt oss senda með þinn auð
handa þeim sem hungur líða
hjálp að veita, með þér stríða
móti heimsins myrku nauð.

5 Brauð sem endist öllum snauðum,
er það til? Því svarar þú:
Miðlið, jafnið mínum auði,
misréttið er allra dauði,
verið mínum vilja trú.

T Per Lønning 1967 – Sigurbjörn Einarsson, 1996 – Vb. 2013
Brød for verden lot du vokse
L Anfinn Øien 1967 – Sb. 1997
Brød for verden lot du vokse
Sálmar með sama lagi 570
Eldra númer 814
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 6.1–15

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is