Sálmabók

160. Að biðja sem mér bæri

Að biðja sem mér bæri
mig brestur stórum á.
Minn Herra, Kristur kæri,
æ, kenn mér íþrótt þá.
Gef yndi mitt og iðja
það alla daga sé
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föðurkné.

T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Zinck 1801 – PG 1861
Jeg ved på hvem jeg bygger
Sálmar með sama lagi 83a
Eldra númer 164
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is