Sálmabók

161b. Sjá vorsins bjarta veldi

1 Sjá vorsins bjarta veldi
úr viðjum leysa jörð.
Það lauf sem frostið felldi
í freðinn vetrarsvörð
rís upp á yngdum kvisti
við yl frá vorsins sól.
Já, allt rís upp með Kristi
sem áður féll og kól.

2 Sjá ljóssins tökin ljúfu
sem leysa dauðans ís.
Hvert blóm, hvert blað á þúfu
er bros frá Paradís
því hann sem dauðann deyddi
í deiglu kærleikans
það ljós til sigurs leiddi
sem leysir sköpun hans.

3 Lát vorsins vald þig styrkja
og vekja söng og þor.
Þann dag steig Drottins kirkja
af dauða fram sem vor
er lýst af páskaljóma
hans líf reis upp af gröf.
Því láti lofgjörð hljóma
allt líf, hans dýra gjöf.

T Knut Ødegård 1983 – Sigurbjörn Einarsson 1984 – Vb. 2013
Sjå våren bryt med velde
L Sænskt þjóðlag, 1693
Den blomstertid nu kommer
Sálmar með sama lagi 764
Tilvísun í annað lag 719b
Eldra númer 945
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is